Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 128
126
MÚLAÞING
frosnir, margir þeirra háir sem fjöll. Þeir héldu með ísbrúninni og
komu að auðri rák, sem skarst gegnum ísinn til norðvesturs svo langt
sem augað eygði. Skipið hélt inn í rákarmynnið og þokaði sér áfram
klukkustund eftir klukkustund. Þeir vonuðu að þeir kæmust á hreinan
sjó inni við landið. En klukkan 12 á hádegi varð fyrir þeim fastur ís.
Úr reiðanum sást aðeins samfastur ís í austri, norðri, og vestri. Þeir
miðuðu „Sukkertoppen“ í Reyðarfirði í 7.5 mílna fjarlægð norðvestur
að vestri. Svo urðu þeir að hraða sér út úr rákinni aftur eins og þeir
mögulega gátu. Ferðin frá ísbrúninni aftur til Stafangurs tók 4 daga.1
Rúmum mánuði síðar hélt „Thule“ aftur áleiðis til íslands. Þeir náðu
Reyðarfirði, sem í þann mund varð fær skipum. Fært var inn að Mjóeyri
í Eskifirði og lagðist skipið þar fyrir akkerum þann 16. maí. Samtímis
komust tvær danskar skonnortur loks inn með vörur. Frostið hafði
komist í 30 stig á íslandi um veturinn og enn voru næturfrost. -Tveimur
dögum síðar hélt „Thule“ til Mjóafjarðar, þar sem enn lá ís, og áfram
til Seyðisfjarðar, sem ísinn hafði nýlega sleppt úr greipum sér. Norður
af firðinum sáu þeir rekís og við Langanes var ísinn fastur og saman-
skrúfaður margar mílur til hafs.
Á Seyðisfirði lágu þrjár danskar skonnortur og biðu þess, að ísinn
ræki frá. Þær ætluðu með vörur til Norðurlands. Galías H. Svendsen
„Bethania“ var kominn með nótalag, en ekki aðrir norskir fiskimenn
ennþá. Tvær skonnortur frá Mandal höfðu legið á Seyðisfirði um vet-
urinn. Þær höfðu skaddast í ísnum og voru hriplekar. Gamalt slúppskip
frá Mandal hafði lengi borist fram og aftur um fjörðinn milli ísjakanna,
uns nokkrir íslendingar drógu það að landi og bundu. Hundruð lækja
báru kalt leysingarvatnið til sjávar, og það benti ekkert til að í firðinum
væri síld eða þorskur. Fiskimenn Kphlers reyndu bæði með flot- og
botnlagnir, en urðu ekki varir. - „Thule“ hélt aftur til Stafangurs 24.
r ?
mai.
Marchussen skipstjóri hafði mikilvægum erindum að sinna á þessari
snemmförnu íslandsferð. Hann átti að útvega Kphler grunna undir
fleiri hús og birgðastöðvar. Á Eskifirði tók hann á leigu sjávarlóð 70
x 70 faðma, á Lambeyri rétt utan við Lehmkuhlshúsið, með rétti til
að taka hleðslugrjót á landspildu í beinni línu frá fjöru til fjalls. í
Mjóafirði leigði hann spildu í Ekruvík, 154 faðma langa og 25 faðma
upp frá flæðarmáli, og í Hamarsvík 125 faðma langa og 30 faðma frá
flæðarmáli. Ársleigan var 50 kr. fyrir hverja lóð, og landshlutur. Auk
1 B.posten 9. 4. 1881.
2 B.posten 3. 6. 1881.