Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 129
MÚLAÞING
127
þess skyldu landeigendurnir, H.
Hermannsson, G. Guðmundsson
og Vilhjálmur Hjálmarsson fá
ókeypis beitu af þeirri síld, sem
þarna fengist. Samningarnir voru,
fyrir Kphlers hönd, undirskrifaðir
af Marchussen skipstjóra, Berg
nótabassa og Endre Andreassen
Kvalaberg, timburmanni.1
í þann mund sem „Thule“ held-
ur heimleiðis 24. maí, heldur
galías Lehmkuhls „Rap“ með fiskimenn og nætur til Eskifjarðar. Þeir
koma fyrstir frá Björgvin þetta vor. Jakt „Anna“ á að koma á eftir
með hitt nótabrúkið og gufuskipið „Axel“ með salt og tunnur. Otto
Wathne útbýr leiðangur með sömu skipum og árið áður: Björgvinjar-
galíasinn „Haabet“, skonnortuna „Eliezer" frá Farsund og gufuskipið
„Bravo“ frá Mandal. Hann er stöðugt í samstarfi við kaupmenn og
útgerðarmenn í Björgvin. Johan Lyder Bentzon ræður yfir „Bravo“,
og N. J. Michelsen yfir „Eliezer“. Fleiri vilja hætta á íslandsveiðarnar
í ár, alls verða leiðangrarnir 6 frá Björgvin með 8 nótabrúk, 16 seglskút-
ur og nokkur gufuskip. Útgerðarmenn eru Otto Beyer og E. Schmidt,
Otto Isachsen (tengdasonur Lehmkuhls) og Johan Meyer o. fl. Frá
Björgvin heldur einnig skonnortan „Czar“, eigandi Wollert Konow,
sem Dahl í Florp hefur tekið á leigu fyrir íslandsleiðangur sinn.2
Frá Haugasundi flytur Karmsundsposten þau tíðindi 23. maí að „af
húsum, sem flytja skal til íslands, sé unnið að fjórum, eitt hefur verið
sent af stað og tvö eru keypt annarsstaðar.“
Feikimiklar annir eru í bænum, 100 skip verða í ár búin til íslands-
ferðar. Það eru í fyrsta lagi öll þau skip, sem voru þátttakendur í fyrra,
svo og nokkrar jaktir og galíasar, sem venjulega hafa haldið til Norður-
Noregs til síldarsöltunar. Nokkrir nýir galíasar ætla til íslands og þar
að auki tvö barkskip, eitt briggskip og gufuskipið „Ingeborg“, sem Nils
Hauge hefur nýlega keypt frá Gautaborg.3
Nokkrir útgerðarmenn í Haugasundi hafa tekið tekið höndum saman
um stofnun nýs félags til fiskveiða við ísland. Knud H. Rpnnevig,
Osmund Smedsvig og Anders Blixhavn búa út sameiginlega „Islands-
1 Veömálabækur Mjóafjarðar og Eskifjarðar.
2 B.posten maí - júlí 1881. Veritas reg. 1881.
3 0stensjö bls. 342.