Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 131
MULAÞING
129
Skonnortan Ansgarius. Eigandi: Lars Berentsen frá Stafangri.
skonnortur frá Mandal „Albert“ og „Mercur“, hér eru tvær skútur frá
Skudeneshavn, galías „Ora & Labora“ og jaktin „Familien“, og eitt
slúppskip frá Álasundi, „Kometen“, sem á að stundað þorskveiðar.
En flest eru skipin frá Stafangri, bæði hinir sex galíasar: „Den gode
Hensigt“, „Alfen“, „Hinden“, „Skulda“, „Vidar“, „Nornen“ og gufu-
skip Kphlers, e/s „Vigilant", jakt „Flora“ og slúpp ,,Kolibri“.'
„Mercur“ var lítið trégufuskip, sem Otto Wathne keypti í Riga,
gufuvélin var tekin úr skipinu og því breytt í skonnortu. - „Mercur“
sigldi síðan frá Mandal til Seyðisfjarðar með byggingarefni. Hér byggja
nú Otto Wathne og G. A. Jonasen sína lifrarbræðsluna hvor. Jacob
Spmmer og Ole Hodne byggja sjóhús á Búðareyri.Og handan fjarðar-
ins, á Vestdalseyri, búa Olsen og O. Waage frá Karmpy hvor í sínu
húsi.2
Skúturnar fjórar frá Flekkefjord koma til Norðfjarðar. Tveir skip-
stjóranna, Adolf Paulus Andreassen og Ole J. Hansen Sunde, kaupa
borgarabréf dagsett 30. júlí 1881. Þeir taka á leigu sjávarlóð rétt við
hús O. A. Knudsen og hefjast handa við að reisa söltunarstöð, sem
þeir hafa meðferðis.3
I Mjóafirði tilheyra bestu sjávarlóðirnar bænum Brekku fyrir miðjum
1 B.posten 21., 22., 29 júní og 15. júlí.
2 Manntal Dvergasteinssóknar 1881 og 1882.
3 Smári Geirsson. (Upplýsingar, sem Smári gefur eru að mestu fengnar hjá Ögmundi
Helgasyni, sagnfræðingi).
9