Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 132
130
MÚLAÞING
firði á norðurströnd hans. Bóndinn, Vilhjálmur Hjálmarsson, sem
ásamt nágranna sínum hafði leigt K0hler Hamarsvík í maí, selur seinna
um sumarið fjórar sjávarlóðir á leigu. Rétt utan við K0hler fær
Lehmkuhl í Björgvin sjávarlóð. Utar, á Borgareyri, fá E. H. Kongs-
havn og Oscar Olsen frá Haugasundi sína spilduna hvor. Og Marchus-
sen, skipstjóri, kemur aftur og leigir sjálfs sín vegna - fyrir sig og sína
erfingja - lóðina Höfða austan við Oscar Olsen. Allir mega byggja hús
og bryggjur og taka það grjót, sem þeir þarfnast. Bóndinn í Firði,
innst í fjarðarbotninum leigir Karm0y-ingnum Nils Olsen Vea spildu
á Skolleyri við fjörðinn sunnanverðan. Og á Asknesi byggja fjórir
Norðmenn sitt húsið hver, þeir eru Hans Jacob Skaar Svendsen, nóta-
bassi frá Kopervik, S. J. Zachariassen, skipstjóri á jakt „Reyvarden“
frá Haugasundi, K. A. Str0msvold, skipstjóri á Haugasundsjaktinni
„Martha Bertine“, og Niels M. Svanberg, sem er skipstjóri á jakt
„Helga“ frá Storð.1 „Helga“ er afgreidd frá Björgvin með timburfarm,
svo Svanberg hefst handa um húsbyggingu. Hið sama gera hinir Norð-
mennirnir, sem hafa lóðir í Mjóafirði, nema Marchussen, Lehmkuhl
og K0hler.
En nýtt hús fyrir K0hler rís á Eskifirði. Timburmaðurinn Ender
Kvalaberg, sem síðast byggði Kdhlershúsið á Seyðisfirði, gerir það
nýja mjög líkt, lágt og breitt með langhliðina að sjónum, söltunarstöð
niðri, en svefnherbergi uppi. Lehmkuhlshúsið er rúmbetra, það er
fullar tvær hæðir, og hefur op með vindu. Lítið eitt lengra út með
Eskifirði reisir Jacob Odland frá Haugasundi sjóhús.2
Leiðangur Peder Amlies, galías „Heimdal“ og jakt „Dina“, skipstjóri
Apeland, heldur lengra suður á bóginn, framhjá Reyðarfirði, fyrir
Vattarnes og tekur land á Fáskrúðsfirði. Þar var P. N. Hansen, skip-
stjóri á galíasnum „Rap“ haustið áður og tók á leigu fyrir Lehmkuhl
stóra landspildu, 200 x 400 faðma, innst í firðinum. Þetta land var
aðeins notað sem birgðageymsla. En leiðangur Amlies sest að hér í
firðinum, tekur land á leigu og reisir hús. „Heimdal“ var hlaðinn timbri
og plönkum, gluggum, rúðugleri, skrám o. fl.3
Þegar kom nokkuð fram í júlí kom fyrsta síldin í Austfirðina. Hún
er mögur og dreifð. Á Seyðisfirði liggja þá 18 nótabrúk. „Nótahundarn-
ir“ róa út með næturnar hvert einasta kvöld, þá lyftir síldin sér og um
miðnætti er hún í sjóskorpunni. Þeir róa með norðurströnd fjarðarins,
1 Veðmálabók Suður-Múlasýslu.
2 Einar Bragi 1971.
3 Skjöl Amlies.