Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 133
MÚLAÞING
131
því að sunnanverðu er botninn stórgrýttur og næturnar rifna. Þeir
verða að róa allt út að kirkjunni á Dvergasteini og lengra en það.
Fjörðurinn er stór og bátarnir þungir. Þeir fá lítið af síld fyrir erfiðið,
niður í nokkrar tunnur í kasti. Hin tíðu köst á smáslatta verða til þess,
að stöðugt þarf að þurrka næturnar, og það er hörku erfiði að draga
þessar stóru, blautu nætur upp bratta bakkana. - Mesta veiði í þessum
mánuði fær nótafélagið Dahl á Eskifirði en það nær í lás 1.000 tunnum
í einu kasti.
í júlílok telur Marchussen skipstjóri 38 norsk skip á Eskifirði, og að
minnsta kosti jafnmörg eru á Seyðisfirði, segir hann. Hinni dimmu
þoku, sem legið hefur á ströndinni allt sumarið, tekur loks að létta.
Síldin verður smátt og smátt betri, og er nú dálítið blönduð nýgenginni
síld. - Norsku fiskimennirnir eru oftast stilltir og prúðir, segir Marc-
hussen. Lútherska stofnunin hefur sent trúboðann F. Svendsen til ís-
lands og hann gjörir margt gott. í fyrsta lagi boðar hann Guðs orð.
Og einnig hefur hann komið á fót gerðardómi svo að nótabassarnir
geta gert út um misklíð sín á milli án þess að höfða mál. í landinu er
heldur enginn sem bær er til að dæma í slíkum málum. Svendsen hefur
ókeypis dvöl hjá Kphler. - Um 30. júlí er sumarsíldveiðin á enda.
Margir fara þá að veiða þorsk.
Peter Randulff skipstjóri á gufuskipinu „Vaagen“ kemur til Stafang-
urs 28. júlí með fyrstu 700 síldartunnurnar frá Austfjörðum. Síldin er
mögur. Viku síðar koma þrjár jaktir til Haugasunds með síld frá
Eskifirði. „Flora“ Dahls, „Astræa" Jacobsens og „Nora“ E. Lindpes.
Frá Seyðisfirði koma Mandalsskonnorturnar „Astræa“, „Albert“ og
„Gazellen“ hver með 700 tunnur, „Freya“, jakt Nagells, með fullfermi,
og gufuskip Kphlers „Thule“, sem var með 2780 tunnur síldar og þar
að auki íslenskan hest og ref um borð.
Norðvestur við ísafjörð er aldrei landfastur hafís. Þegar ísinn spennir
greipar um Norðurland, er alltaf fært með suður- og vesturströndinni
til ísafjarðar, og hér kemur síldin snemma. Hér hefur leiðangur Ludolfs
Eide sest að og komið upp húsi, og héðan kemur „Liberal“, galías
Eide, þegar 2. ágúst til Haugasunds með 950 tunnur síldar, sem er
stór, en mögur, vegna þess hve kuldinn var langvarandi.1
B.posten 2., 10. og 13. ág. 1881.