Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 134
132
MÚLAÞING
Dýrkeypt síld
Strax og ísinn sleppir tökum sínum af Norðurlandi, haldamörg norsk
skip fyrir Langanes og sigla áfram vestur með landinu, þar sem rönd
af bláum sjó liggur nú auð á milli lands og hins þokugráa jaðars hafsins.
Þeir ætla til Eyjafjarðar, þangað sem hin feita haustsíld, „nýsíld“,
ávallt kemur fyrst. Síðasta haust var þar mikkil síld, en skortur var
bæði á mönnum og tækjum.
Leiðangur Lars Berentsen í Stafangri kom þegar á Jónsmessu til
Eyjafjarðar. Nótabassinn, Nils Djupevág frá Selbjprn, er um borð í
skonnortunni „Ansgarius". Hann liggur á skýlisþakinu og svipast um.
ísbreiður og snjóhvítir fjallatindar glitra í sólinni og tíbráin leggur
mjúka slæðu yfir fjólubláa og bleiklita hamraveggi. - Skúturnar hafna
sig við Hrísey í utanverðum Eyjafirði.
Innsti bærinn á Hrísey, Syðstibær, á mikið land með ströndinni gegnt
suðri. Hér er skjól fyrir norðanáttinni og hér er auðvelt að drága báta
og nætur á land í aflíðandi og löngum fjörum. Bóndinn í Syðstabæ,
Jörundur Jónsson, er kallaður „Hákarla-Jörundur“, því hann hefur
hagnast svo vel á hákarlaveiðum. Sumarið áður hafði hann leigt Storð-
arfélaginu sjávarlóð rétt austan við eigin bryggjur. Nú koma galías
„Stord“ og jaktirnar „Helene“ og „Elísabeth“ með nótabrúk og húsa-
við, og mennirnir taka til við að reisa hús á lóðinni.
Barkskip frá Haugasundi í eigu Steensnæs, „Rector Steen“ leggst
fyrir akkerum við Syðstabæ. Skipstjórinn, Torbjórn Pedersen Alve-
berg, leigir lóð við Selárklöpp á lóð Jörundar vestanverðri. - Frá
Haugasundi kemur einnig leiðangur Johans Thorsen, skonnortan
„Thor“ og galías „Republik“. Th. Storhaug undirritar leigusamning
milli Jörundar Jónssonar og Johans Thorsen um strandlóð rétt fyrir
austan Hafnarklett. - Þar fyrir austan leigir Peter Thilo skipstjóri lóð
fyrir Lars Berentsen. A. Handeland, skipstjóri á galías „Fram“, tekur
á leigu lóð fyrir Otto Beyer í Björgvin. Og loks semur Jörundur við
Th. O. Gjerde, fyrir hönd útgerðar Gjerde og Egge frá Haugasundi,
um leigu austustu sjávarlóðarinnar á Syðstabæ. - Þessar lóðir eru allt
að 157 álna langar og frá 25 til 87 álnir upp frá sjó. Ársleigan er 50 -
60 kr. Landshlut, 4% af aflanum, skal greiða fyrir hvert skip áður en
það fer af firðinum. Saltsíldartunnan skal verðlögð á 9 krónur. Allir
verða að lofa að spilla ekki jörð, högum, engjum, túni eða fuglavarpi.
Þarfnist þeir hjálpar við síldarsöltun, skulu menn Jörundar njóta vinn-
unnar. Þeir, sem Jörundur hefur samið við, mega ekki fjölga þátttak-