Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 136
134
MÚLAÞING
loka síldina inni, en nær ekki í land með nótina, og verður að festa
nótaeyrun í nótaleggi hinna. Nils fær 600 tunnur í þessu kasti, en í
nótinni, sem grynnra er, er aðeins eitt mál.1
Um miðjan september, í veðurstillu, koma þykkar síldartorfur vað-
andi inn Eyjafjörð. Öll nótalög kasta og kasta og eftir nokkra daga
liggja næturnar allar fullar í sjónum. Kphler, Lehmkuhl, O. A. Knud-
sen og margir aðrir koma með nótabrúk frá Austfjörðum til Eyjafjarð-
ar. Nú verða allir að vinna við að taka síld úr lásunum, og hætta að
kasta, þótt síldartorfurnar séu álíka þykkar utan nótar sem innan. Skip
eftir skip er fermt og heldur heim. Til Haugasunds koma m. a. galías
Hervigs „Progress“, „Ingeborg“, gufuskip Nils Hauge, jakt Egge
„Niels“ og „Heimdal“, skonnorta Rönnevigs, allar með fullfermi af
síld. Ein íslensk stúlka er með gufuskipinu.
í bréfi frá Eyjafirði, dagsettu 27. september, segir að galías „Lunde“
og skonnortan „Nanna“, sem Köhler hleður, hafi fengið fullfermi. Frá
Seyðisfirði fer gufuskipið „Vigilant“ norður með salt og tunnur. Það
kemur sér víst vel, því mikið er í lás og bíður eftir tunnum. - Lands-
hluturinn nær víða 1000 kr. (4% af veiði), þótt verðið á hverri tunnu
hafi fallið í 4 kr. (helmingur þess sem var árið áður). Hér eru þau
fádæma býsn af síld, að mörg þúsund málum er sleppt úr lásunum
vegna vöntunar á tunnum. Eitt gufuskip frá Björgvin, „Johan
Sverdrup“ í eigu Halvorsens, fer frá Stafangri með 5000 tunnur til
Eyjafjarðar.
Hinn 12. október koma nokkur Haugasundsskip til Álasunds hlaðin
Íslandssíld. Skipverjar segja frá uppgripaafla í Eyjafirði. En mörg
nótalög gátu ekki notfært sér veiðina að fullu, því þau komust í þrot
með salt og tunnur. Þess vegna tók enginn síld í lás þegar skipin fóru
frá Eyjafirði, þótt mikil síld væri í firðinum.2
Hjálpin er á leiðinni. Milli 27. september og 12. október halda 9
gufuskip frá Björgvin til íslands: „Bravo“ frá Mandal, „Norden“ frá
Egersund, „Varna“ frá Kristjaníu og Björgvinjarskipin „Union“,
„Activ“, „Zaritza“ í eigu Wollert Konows og skip Lehmkuhls „Axel“,
„Nordkap“ og „Nordkyn“. Hvert skip flytur 1.500 - 3.000 tómtunnur
og allt að 1.000 hl af salti. Nokkur fara fyrst til Austfjarða, þar sem
vel hefur aflast upp á síðkastið, og halda svo áfram til Eyjafjarðar.
Veðráttan hefur verið afleit. Margir stórir síldarlásar hafa eyðilagst
í stormi, næturnar rifna í þungum straumum. Nokkur Haugasundsskip
1 Djupevág41.
2 B.posten 19. - 28. okt. og 8. nóv. 1881. T. Wathne.