Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 137
MÚLAPING
135
Gufuskipið Nordkap, sem var tréskip, byggt í Björgvin árið 1872. Eigandi: J. E. Lehmkuhl
frá Björgvin.
á heimleið frá íslandi ber af leið í stormum og neyðast til að leita hafna
á milli Kristjánssunds og Björgvinjar. Skipin eru galíasar Eide „Signe“
og „Liberal", jakt Rpnnevigs „Maagen“ og loks galías „Island“ í eigu
Ingebrigts Storesund.
Gufuskipið „Bravo“ fer frá Seyðisfirði 13. október áleiðis til Eyja-
fjarðar með salt og tunnur. Otto Wathne er sjálfur um borð. Aðfaranótt
14. október er farið fyrir Langanes. Það er stormur og stórsjór. Hol-
skeflu brýtur á skipinu og sjórinn fossar niður í vélarúmið svo eldarnir
slokkna. Þeir liggja nú og rekur í 12 stundir vestur til Þistilfjarðar,
stormurinn er af norðaustri með snjóéljum. Brimgarðurinn ólgar með
miklu brimlöðri með landi, og skipið kemur svo nálægt, að varpa
verður báðum akkerum. Skipið snýst upp í vindinn og stöðvast. Þeir
halda nú skipshafnarfund. Báðir bátarnir eru settir út, áhöfn og far-
þegum er skipt á þá. Otto Wathne stýrir öðrum bátnum og W. Prehr
skipstjóri hinum inn að brimgarðinum, sem nær 60 faðma frá landi.
Wathne fer fyrir, beina leið gegnum brimólguna. Öldurnar rísa hátt
og falla til baka í hafið. Báturinn fyllist strax, en helst á réttum kili
þar til hann tekur niðri og hvolfir. Sjö menn krafla sig upp klettinn,
en skipshundurinn og einn íslenskur farþegi lenda í dragsoginu og
drukkna. Nú skýst hinn báturinn í gegnum brimgarðinn, græn holskefla
steypist yfir hann og hvolfir honum. Allir um borð drukkna, utan einn,
sem bjargar sér á ár. - Næsta dag hefur storminn lægt. Þeir, sem af
komust, róa út í flakið, tekst að ná í mat og pjötlur sem þeir nota í