Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 140
138
MÚLAÞING
1882 - NÁTTÚRAN SETUR SÍN TAKMÖRK
ísaár
Smátt og smátt dragast íslendingar sjálfir inn í síldarævintýrið. Snorri
Pálsson kaupmaður á Siglufirði, hóf að reyna veiðar þegar sumarið
1880. Fékk hann nokkra samsveitunga sína með sér, keypti nætur og
báta til að stunda síldveiðar og gekk vel fyrstu tvö árin. Edvard Thom-
sen og Sigurður Jónsson, sem voru kaupmenn á Seyðisfirði, stofnuðu
sumarið 1881 „síldveiði-hlutafélag", þarsem bæði íslendingarogNorð-
menn voru þátttakendur. Samtímis stofnaði Otto Wathne norsk-ís-
lenskt „Síldveiðifélag“, sem veiða skyldi við Vesturland og hafa bæki-
stöð við Reykjavík. - 14. nóvember 1881 var komið á fót síldveiðifélagi
á Akureyri, nær allir hluthafarnir voru Eyfirðingar. Sama haust fékk
Tryggvi Gunnarsson marga bændur til liðs við sig um að stofna enn
eitt síldveiðifélag við Eyjafjörð.
íslenska landsstjórnin verður nú, sem eðlilegt verður að teljast,
strangari við erlenda fiskimenn. Danski konsúllinn í Björgvin, Wollert
Konow, kaupmaður fær bréf frá dönsku ríkisstjórninni vorið 1882 um
veiðar við ísland. Hann er beðinn um að gera kunnugt, að einungis
menn, sem búsettir eru á íslandi eða í Danmörku hafi rétt til veiða
innan landhelgislínunnar. Ekki er lengur nóg að kaupa borgarabréf.1
Norskir síldarkaupmenn, sem reist hafa hús á Islandi, verða nú að
hafa fólk, sem heldur „disk og dúk“, búandi þar árið um kring. Finni
þeir áreiðanlegan „búandi“ mann, geta þeir fært hús og byggingarbréf
yfir á hans nafn á pappírunum.
Kphler í Stafangri skrifar tvo „flutningasamninga“ dagsetta 24. mars
1882: „Það landssvæði, sem oss hefur verið byggt á Eskifirði, flytjum
við hér með til herra Niels Torgersen." Samtímis eru grunnarnir, sem
Kphler hefur byggt í Mjóafirði, yfirfærðir á nafn Niels Torgersen.
Hann hefur síðan 1880 verið beykir hjá Kphler á íslandi, nú hefur
hann heitið því, að búa á Eskifirði næsta vetur. - 17. júní 1882 er
þinglýstur svipaður „flutningssamningur“ á Seyðisfirði um grunnana,
sem Kphler og Nagall hafa byggt á Búðareyri.2 „íslenska fiskveiðafé-
lagið“ í Álasundi breytir nafni sínu í „Oddeyri“, félagsstjórnin skal
búa á íslandi og fleiri fslendingar gerast hluthafar.3
1 Matthías t’órðarson; Síldveiðisaga íslands bls. 99, 103, 104, 137.
2 Veðmálabók S.-Múlas. 1872 - 1887. Gerðabók um grunna í Seyðisfirði.
3 Vollan 1942 bls. 78.