Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 141
MÚLAÞING
139
Vorið 1882 búast að nýju til veiða Við ísland sömu leiðangrar og
áður og að mestu sömu skúturnar. Margir hreppa vont veður yfir hafið,
það er hvasst og harður straumur. Jaktin „Gloria Maria“ frá Stafangri,
sem siglir frá Haugasundi snemma í maí, kemst ekki á leiðarenda fyrr
en í júlí. - við ísland mætir hún rekísnum. Við Langanes er ísinn
samanþjappaður, engin leið er að brjótast í gegnum hann til Norður-
lands. - Mörg norsk skip, sem ekki komast norður fyrir land í júní,
halda til Seyðisfjarðar, en er vísað burt af sýslumanninum. Þar mega
þeir ekki veiða, nú skal farið að lögum. Nokkur skip eru úti fyrir og
sigla þar um vikum saman.1
„Norsk Fiskeritidende“ birti grein dagsetta í Björgvin 20. júní 1882,
„Um nauðsyn ritsímasambands við Island.“ Eins og norsk síldveiði
hefur þróast við ísland síðustu árin, væri til ómetanlegs gagns að fá
ritsímalínu frá Noregi til Islands í sambandi við línu milli byggða þar.
„Auk þess ber að styðja áætlun um slíkt með tilliti til hegðunar íssins
við fsland,“ skrifar höfundurinn. „Ef ísbeltið, sem undanfarið hefur
lokað öllum leiðum til norður- og austurstrandar íslands á sjó, verður
langvarandi, yrði beint tjón Noregs stærra en árlegt framlag til ritsíma-
línu. Öll gufu- og seglskip, sem gerð eru út til íslands, með allar sínar
fjölmennu áhafnir, kosta mikið fé dag hvern, meðan þau eyða tímanum
í einhverri neyðarhöfn, eða rekur aðgerðarlaus um Atlantshafið úti
fyrir ströndum íslands. Væri ritsími hefðu þau getað verið heima þar
til tilkynning kom um, að siglingaleiðin væri hrein.“2
Á íslandi hefur veturinn verið harður og kaldur. í apríl kemur haf-
ísinn og hefur síðan legið samanskrúfaður við norður- og austur-
ströndina. ísnum fylgir snjór og kuldi. Á öllum bæjum þrýtur hey og
frost taka fyrir beit. Bændurnir verða að slátra lömbunum og sauðirnir
svelta í hel. - Og mislingar hafa geisað sem faraldur um land allt.
Mislingar hafa ekki verið á íslandi í 30 ár, menn hafa ekki mótstöðuafl
gegn sjúkdómnum. Margir látast, þeir sem ná sér eru úttaugaðir og
máttvana. - í bréfi frá Akureyri segir, að þetta sé versta sumar, sem
verið hafi á íslandi á öldinni.3
í lok júní komast nokkur norsk skip fyrir Langanes og áfram vestur
eftir. Þau taka land í Þorgeirsfirði, vogi skammt fyrir austan Gjögur
við mynni Eyjafjarðar. Þar liggja þau í mánuð innilokuð af ísnum
alveg uppi í flæðarmáli. Meðan fiskimennirnir liggja þarna rólegir,
1 Djupevág bls. 46.
2 N. F. T. 1882.
3 Matthías Þóröarson: Síldveiðisaga íslands bls. 103.