Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 144
142
MÚLAÞING
vestan. Fyrsta Íslandssíld ársins kemur til Haugasunds 26. ágúst með
„Liberal“, galías Ludolfs Eide.1
En úti fyrir Norðausturlandi liggja skipin og sigla fram og aftur. Þau
komast ekki til hafnar fyrir þéttum ís. Skonnorta Berentsens „Lagius“
liggur úti í 11 vikur. Nótabassinn Nils Djupevág er um borð. Dauðleiðir
á hinni endalausu bið halda þeir til Færeyja', þar er íslaust, en þeir
halda strax til baka. í dimmviðri ná þeir til Mjóafjarðar. Þegar birtir
upp, fer einn af áhöfninni upp á fjallið og sér niður í Seyðisfjörð. Þar
liggja aðrar skútur Berentsens. „Lagius“ er dreginn af árabáti út
fjörðinn. Þeir fá byr, sigla fyrir Langanes og varpa akkerum við Gríms-
ey. Þar er nægur fiskur, þeir renna og fá stórlúðu 80 - 90 kg. - Þeir
leggja líka línu. Loks komast þeir til Hríseyjar, dytta að húsi og bryggju
og búast til veiða.2
Norðmenn hafa þegar hafið störf á frosnum ströndum Eyjafjarðar.
Menn Lehmkuhls komast fyrst í gang. Gufuskipið „Nordkap" var á
Akureyri þegar síðast í júlí. Á leið út fjörðinn kom skipið við á Fagrabæ
á austurströndinni þar sem Kristoffer Lehmkuhl leigir sjávarlóð af
Birni Halldórssyni. Samningurinn er dagsettur í Laufási 28. júlí 1882.
- „Nordkap“ hélt síðan áfram til Litla Árskógssands, stóra nessins á
vesturströnd fjarðarins rétt innan við Hrísey. Þar leigði Kristoffer
Lehmkuhl lóð á Sandinum af Rósu Jónsdóttur hinn 1. ágúst.
„Nordkap“ liggur sumarlangt á Eyjafirði. Skipið er með timburfarm
og áhöfnin reisir sjóhús á Sandinum. Byggt er íbúðarhús með veggjum
af torfi og grjóti, klætt panel að innan. Þar er svefnherbergi fyrir 16
manns (þriggja manna og tveggja manna kojur á tveimur hæðum). I
öðrum enda hússins er eldhús og herbergi stjórnanda. Lehmkuhl er í
Hrísey 19. ágúst og tekur á leigu sjávarlóð á Syðstabæ.3
Rósa Jónsdóttir í Litlaskógi leigir K. O. Kleppe frá Björgvin húsgrunn
austan við lóð Lehmkuhls, 75 álna með sjónum. Samningurinn er undir-
ritaður 29. ágúst um borð í gufuskipinu „Avance“. Bærinn Birnunes er
milli Litlaskógar og Selár. Þar leigir sama dag Kleppe af Kristjáni Jónssyni
alla sandströndina yst á nesinu. Næsta dag tekur hann á leigu hjá Sigurði
Jóhannessyni á Selá sjávarlóð í Selárvík sunnan við lóð O. A. Knudsen.
Fólkið á bænum skal hafa rétt til allrar vinnu, og byggi leigutakinn hús,
getur bóndinn haft þar veiðarfæri sín að vetrinum.4
1 K.posten 26. ágúst 1882.
2 Djupevág bls. 47-50.
3 Skjöl Lehmkuhls.
4 Veðmálabók Eyjafjarðarsýslu. Pk. 5670. Hgsd. Museum.