Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 145
MÚLAÞING
143
Knut Velde leigir sjávarlóð í Miðbæ norðan við Syðstabæ í Hrísey
mót vestri. Velde kemur fram fyrir Smedsvig, Blixhavn og R0nnevig,
útgerðarmenn í Haugasundi. Hér eftir kallast íslandsleiðangur þeirra
„Risóe Expeditionen“. Þeir byggja tvö hús og bólverk í Miðbæ.1
„Svipull er sjávarafli“
Þegar hús og bryggjur eru komin upp í Hrísey síðla í ágúst, fer
nótalag Berentsens að svipast um eftir síld. Þeir hafa hið nýsmíðaða
gufuskip „Erik Berentsen“ sem dráttarbát og komast auðveldlega frá
firði til fjarðar. Þeir reyna með nokkur köst á Siglufirði, en veiði er
dræm. Þá halda þeir austureftir aftur allt til Mjóafjarðar. Dálítið er
þar af síld og fiskimennirnir liggja ekki á liði sínu. Nótalag Berentsens
kastar 51 sinni, en eftirtekjan er rýr. Loks eru næturnar svo útjaskaðar,
að nótabassinn veigrar sér við að kasta á smáar torfur. En skipstjórinn
er þó á þeirri skoðun, að þeir verði að taka þá síld, sem býðst. Þeir
fá lánað kastakkeri og sökkva því spöl frá landi. Þá ná þeir lengra út
á fjörðinn með næturnar, þangað sem síldin heldur sig. Það er þungur
dráttur, en þeir ná þó nótunum að landi og síldin fylgir með. Þeir setja
síldina í lás og kasta aftur. Þennan dag fá þeir alls 300 tunnur.2 Gufu-
skipið „Erik Berentsen“ fær nú loks farm og kemur til Björgvinjar 10.
september með 2.500 tunnur síldar.3
Giertsen, kaupmaður í Björgvin, fær símskeyti frá Kaupmannahöfn
15. september. Þar er frá því skýrt, að þar hafi engin Íslandssíld sést
í ár. Fyrsta sending, sem kemur, selst áreiðanlega háu verði, því nú
sé vissulega þörf fyrir stóra síld í Svíþjóð.3
Frá öðrum fjörðum á Austurlandi koma fá skip heim með síld í
september, fyrst jaktin „Dina“ og síðan galías „Skánevig“ frá Fáskrúðs-
firði og gufuskipið „Vaagen“ frá Seyðisfirði. Gufuskip Lehmkuhls
„Nordkap" hefur farið tómt frá Eyjafirði til Eskifjarðar, fær þar slatta,
559 tunnur síldar, og heldur áfram til Björgvinjar. Frá Eskifirði sigla
samtímis galíasarnir „Kaperen“ og „Henriette“ með síld til Hauga-
sunds.3
Um miðjan september kemur „Dina“, jakt Amlies, aftur frá Hauga-
sundi með salt og tunnur og tekur höfn á Eskifirði til að fá tollafgreiðslu.
Tveir hásetar klifra upp til að festa stórseglið sinn hvorum megin á
1 Veðmálabók Eyjafjarðarsýslu. Pk. 5670. Hgsd. Museum.
2 Djupevág bls. 50 - 54.
3 B.posten 10., 22., 24. - 29. sept. 16. nóv. 1882.