Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 146
144
MÚLAÞING
Seyðisfjörður 1882. Norsk skip á firðinum og norsk hús í forgrunni. - Teikn. K. Sedivý.
ránni. Þá missir annar þeirra fótfestuna og fellur, slær höfðinu við
tunnu, sem stendur við borðstokkinn, lendir í sjóinn og deyr samstund-
is. Hann hét Ole Olsen, var frá Ver0y í Vestur-Lofoten og var 18 ára
gamall.1
í bréfi frá Seyðisfirði, dagsettu 28. september,segir að þar sé síldveiði
lokið. Um 1. október fæst lítið eitt í lás á Mjóafirði og nokkrir síldar-
lásar standa enn í Reyðarfirði. Þau fáu nótalög, sem verið hafa á
Reyðarfirði hafa besta útkomu, hafa fengið um 20.000 tunnur. í byrjun
október halda þrjú gufuskip heimleiðis með síld frá Austfjörðum:
„Augusta“ til Björgvinjar, „Stadt“ til Haugasunds og „Alf“ til Stafang-
urs. Samtímis heldur skonnortan „Albert“ með síldarfarm til Björgvinj-
ar.2 Ein vika líður og önnur án þess að vart verði við meiri síld. Lásarnir
tæmast smátt og smátt. Mörg skip hætta og halda heimleiðis frá Aust-
fjörðum. „Ansgar“ galías Nagells kemur hlaðinn til Haugasunds 25.
október. Thormodsæter skipstjóri segir, að þegar þeir fóru frá Mjóa-
firði fyrir 16 dögum, hafi engar horfur verið á frekari veiði, hvorki þar
né í Seyðisfirði. Næstu daga koma nokkrir fleiri síldarfarmar frá Aust-
fjörðum, galías „Elektra" til Flekkefjord með 1230 tunnur síldar, „Al-
liance“, galías S. B. Svendsen, til Kopervik með 820 tunnur og til
Haugasunds galías „Solid“ með 1227 tunnur og jaktirnar „Anna“ og
1 B.posten 10., 22., 24. - 29. sept. 16. nóv. 1882.
2 K.posten 3. - 31. okt. B.posten 15. - 17. okt. Agder okt. - nóv. 1882.