Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 149
MÚLAÞING
147
salt, timbur, korn, strengi og hamp og allt, sem varðar fiskveiðar.
Hann má salta síld og stunda fiskveiðar. Hann er trúnaðarmaður Ber-
entsens og miðlar málum ef ágreiningur verður, t. d. milli bassans og
skipstóranna í leiðangrinum. Þeir kalla hann „Housken gamla“. Hann
er hyggin maður og réttsýnn.1 Hann biður nú um skip frá Álasundi
með tunnur og til að sækja síld úr síðasta stóra lásnum.2
Við liggur að lásinn fari forgörðum í hvassviðri, sem geisar í tvo
sólarhringa. Svo horfir sem allur veiðiflotinn farist. „Nú er hér ekki
lengur verandi á hafskipum fyrir langnætti og illviðrum," skrifar Einar
Ásmundsson.3
Smátt og smátt ná síldarskipin heim frá Eyjafirði. Af leiðöngrunum,
sem héldu til í Hrísey, eru tollafgreidd í Haugasundi skonnortuskip
Steensnæs og Mangers „Rektor Steen“ með 48 tunnur síldar, galías
„Loyal“ frá sama leiðangri, sem heim kemur 27. nóvember eftir hálfrar
þriðju viku ferð með lítið af síld. „Loyal“ hefur alla leiðina haft samflot
með galías Johans Thorsens „Republik“, sem líka er með dálítið af
síld, en galías Thorsens „Nordenskjöld“ og skonnortan „Bondevenn-
en“ koma áður með 477 og 67 tunnur síldar. Galías Egge, „Maria“ er
með 475 tunnur, skonnorta Smedsvig „M0nstre“ 378 tunnur. Frá Storð-
arfélaginu koma galías „Stord“ með 272 tunnur og jaktin „Helene“
með ballest. Og á þennan veg er árangurinn yfirleitt. Flestir koma með
hálfan farm eða minna, og margir eru aðeins með tómar tunnur. -
Hinn 28. nóvember hafa um 30 skip frá Haugasundi úr Eyjafjarðar-
flotanum ekki náð heim vegna langvarandi sunnan- og suðaustan-
storma.4
Nokkrir norskir fiskimenn hafa vetursetu á íslandi, þeir eiga að hafa
„rjúkandi skorstein" í húsunum. í Eyjafirði hefur Carsten Waage skip-
stjóri frá Skudeneshavn vetursetu í húsi bróður síns á Dagverðareyri.
Með honum er bassinn Hóvring með sitt nótalag.5
í Kphlershúsinu á Eskifirði býr Niels Thorgersen með 8 norska fiski-
menn og íslenska stúlku sem bústýru. - I Mjóafirði hafa 18 síldveiði-
menn vetursetu, 17 Norðmenn og einn íslendingur. Fimm eru í húsi
Johans Thorsen á Hesteyri. í húsi á Asknesi dveljast 2 menn og 3 í
öðru, og í Storðarhúsinu eða „Bengtsenshúsinu“ býr Niels Magnus
1 Veðmálabók Eyjafjarðarsýslu. T. Wathne.
2 Djupevág bls. 53.
3 Arnór Sigurjónsson.
4 B.posten 23. nóv. - 2. des. 1882.
5 L. Syre.