Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 151
MÚLAÞING
149
1883 - í ÓKUNNU LANDI
Hart mót hörðu
Verslunarfélagið K0hler í Stafangri hefur hætt miklu við íslandsveið-
arnar. Félagið hefur reist hús á Seyðisfirði og Eskifirði og leigt hús-
grunna á Mjóafirði. Islandsleiðangrar Kóhlers voru stærstir allra þrjú
fyrstu árin með 2-3 nótabrúk, helmingi fleiri jaktir og galíasa til
íbúðar og söltunar og 3 - 4 gufuskip til flutninga. Jafnt og þétt voru
keypt skip og bátar, nætur og annar útbúnaður og mikið magn af salti
og tunnum. Og mikið þurfti í launagreiðslur. Kóhler gat haft allt að
250 manns í vinnu við eina íslandsútgerð. Áhættan var mikil.1
Kóhler tapaði 100 þúsund krónum á íslandsútgerðinni 1882. Veiðin
við Norður-Noreg misheppnaðist einnig og tekjurnar af skipaútgerðinni
rýrnuðu stöðugt. Mörg hinna stóru fyrirtækja í Stafangri höfðu lagt
hart að sér síðustu árin. En það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti
þegar einn traustasti atvinnurekandi bæjarins, E. B. Svendsen, varð
gjaldþrota í nóvember 1882. Þetta hafði í för með sér ábyrgðatap fyrir
mörg verslunarfélög í bænum, og átti sinn þátt í því, að Kphler varð
einnig gjaldþrota 5. jannúar 1883. Þar með var endanlega lokið hinu
mikla íslandsævintýri Köhlers. Brátt fylgdu í kjölfarið röð gjaldþrota,
sem drógu með sér í fallinu mörg af helstu fyrirtækjum í bænum. Þetta
ár voru skráð 27 gjaldþrot í Stafangri. Meðal annarra varð G. A.
Jonasen að gefast upp og selja öll sín skip og aðrar eignir. Lýsisbræðsla
hans á Seyðisfirði var seld Torvald Imsland.1
Niels Thorgersen og fiskimennirnir átta, sem höfðu vetursetu í
Köhlershúsinu á Eskifirði, unnu nú fyrir „þrotabú K0hlers“. Skömmu
eftir áramót var mikil síld í Austfjörðum. Norsku fiskimennirnir á
Eskifirði og Mjóafirði héldu út með næturnar og köstuðu. Þeir höfðu
jafnan nokkra síldarlása og söltuðu öðru hverju2
Nokkur Stafangursfyrirtæki, sem ekki höfðu orðið gjaldþrota, vildu
nú gera tilraun með vetrarveiði á íslandi. Peter Randulff skipstjóri,
sem í þrjú ár hafði stýrt „Vaagen“, gufuskipi G. A. Jonasen í síldar-
flutningum á íslandi, var á Reyðarfirði í mars 1883 og rak nótabrúk
fyrir Stafngursfirma með íslenskum mönnum.3
Lars Berentsen sendi í mars nótalag með gufuskipi til Reyðarfjarðar,
1 Bang Andersen.
2 Matthías Þórðarson bls. 106.
3 Djupevág bls. 55.
10'