Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 152
150
MULAÞING
nótabassi var Nils Djupevág. í landi bjuggu 13 menn. Gufuskipið lá
úti á firðinum, í því bjuggu 7 menn. Þegar Randulff sá þá koma, tók
hann næturnar í bátana.
Dag einn sér Nils að íslendingarnir róa úí. „Við verðum að fara af
stað einnig,“ segir hann, þótt mönnum lítist ekki á veðrið, það er
stormur og ngning. Nils verður fyrri til að finna síld og kastar. Þeir
eru ekki með ísiendingunum. Þeir kasta á hverjum degi, því mikið er
um síld, - Skipstjórinn er með og vinnur í bátunum, honum fellur best
að „skimla“ og elta síldina. Stundum verður hann svo ákafur að hann
varpar áhöldunum í sjóinn. En honum er sama hvort sjómennirmr eru
um borð í skipinu eða ekki og gætir þess ekki, að þeir sitja lengi
skjálfandi í bátunum. - Næturnar fyllast, þeir taka upp síld og salta,
bæði um borð í skipinu og í landi. Nils saltar sjálfur 1400 tunnur. Hann
reisir upp fjórar tómar tunnur og eina salttunnu í senn. Þeir, sem bera
síldarbalana í land, láta dálítið af síld í hverja tunnu, og Nils mokar
salti yfir, þannig að saltið dreifist jafnt í allar tunnurnar. Tíu menn
hafa nóg að gera við að háfa síldina upp úr bátunum og bera hana í
land. Salttunnurnar ber Nils einn í fanginu. - Kvöld eitt á Nils erindi
út í skipið. Þegar hann ætlar að róa í land, er hann svo þreyttur að
hann getur vart lyft árunum, róið að bryggjunni og bundið bátinn.
Hann verður að setjast á stein. Það er svartnætti og nístingskalt og
hann gæti frosið í hel. En loks jafnar hann sig svo, að hann getur
skjögrað upp að húsinu. Hinir hafa unnið í tveimur flokkum, fengið
mat og hvíld öðru hverju. En Nils hefur ekki haft neinn til að skipta
við sig og hefur ekki bragðað mat allan daginn. - Loks er skipið
fullhlaðið og allir menn fara heim aftur með síldinni.1
Lfm miðjan mars fá fiskimennirnir á Mjóafirði 400 tunnur af síld í
einu kasti. - Henrik Svendsen í Stafangri sendir nótalag til Fáskrúðs-
fjarðar 10. apríl með gufuskipinu „Alf“. Mikil síld er í firðinum, nóta-
lagið fær 5.000 tunnur í lás, en þá gerir hvassviðri og þeir ná aðeins
2.500 tunnum úr lásnum.2 - „Helene“, jakt Storðarfélagsins, heldur
frá Haugasundi 17. apríl til Mjóafjarðar. „Helga“, jakt frá sama félagi,
hefur legið á firðinum allan veturinn með N. M. Svanberg, skipstjóra
og 7 fiskimenn. „Helene“ tekur síldina, 485.5 tunnur af stórsíld, sem
er full af hrognum og sviljum, og tekur einnig nokkuð af þorski.
„Helene“ er fljót í ferðum og kemur til Björgvinjar 11. maí með fyrsta
síldarfarm ársins. Fiskiskip hefur ekki áður komið svo snemma frá
1 Djupevág bls. 56.
2 N. F. T. 1883.