Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 153
MÚLAÞING
151
íslandi. Skipstjórinn segir, að veður hafi verið mílt og firðirnir svo gott
sem íslausir.1 - Gufuskipið „Alf“, skipstjóri J. Kiddelsen, er komið til
Stafangurs 23. maí með 2.058 tunnur síldar frá Fáskrúðsfirði.1
Til Seyðisfjarðar kemur norskt gufuskip 16. maí með vörur frá „hinu
norsk-íslenska síldveiðifélagi, sem stofnað var í fyrra“, segir Karm-
sundsposten. Skipið á að halda ferðinni áfram suður um til Reykjavík-
ur, en hleypir inn til Fáskrúðsfjarðar á leiðinni, en þar er þá allt fullt
af síld og jafngott að liggja þar og fá farm.
Flin lélega veiði við ísland hefur ekki fælt neinn frá þátttöku í ár,
þvert á móti. Eins og í þvermóðsku búa nú veiðimennirnir við Island
út stærri síldveiðiflota en nokkru sinni fyrr. Frá miðjum júní sigla
skúturnar norður yfir hafið í hópum. Stavanger, bærinn, sem gjaldþrot-
in léku harðast, sendir 17 skip af stað með 20 nótabrúk og 379 menn.
Frá Skudeneshavn er þátttaka í hámarki, 7 skip halda til íslands með
tvö nótabrúk og 52 menn. Frá Mandal sigla 2 skútur með 3 nótabrúk
og 48 menn. Frá Björgvin eru í ár 11 skip að veiðum við ísland með
7 nótabrúk og 134 menn. Storðarfélagið er með tvö skip með eitt
nótabrúk og 16 menn. Þetta er Eyjafjarðarnótabrúkið, en það hefur
einnig nótabrúk með mönnum og tveimur jöktum á Mjóafirði. Frá
Álasundi sigla eins og venjulega 2 skútur til Oddeyrar með eitt nótabrúk
og 28 menn. - En síldarbærinn Haugasund, tekur öllum öðrum fram
með útgerð til veiða við ísland. Vissulega eru öll skip, sem afgreidd
eru frá Haugasundi til íslands, talin til Haugasundsflotans, og á það
t. d. við um skúturnar frá Flekkefjord, Kopervik, Veavág og Skánevik.
En í þessum flota eru alls 116 skip með 58 nótabrúk og 1150 menn.
Metið frá 1881 er slegið. Það ár höfðu Norðmenn við veiðar við ísland
90 nótabrúk, í ár 92, þá voru við þessa starfsemi 1799 menn en í ár
1807.2 En skipum hefur fækkað úr 187 í 157. Ástæðan er, að skúturnar
eru nú stærri. Nokkrar jaktir (einmöstrungar) hafa hætt íslandsferðum,
en stöðugt fleiri tvímöstrungar, galíasar og skonnortur, hafa bæst við.
Þar að auki eru nokkrar af skútunum í vetrarlægi á íslandi.
Nú bætast íslandsveiðunum lítil síldarflutningaskip, sem ekki til-
heyra veiðiflotanum. Þau sigla, eitt og eitt, óháð öðrum, snemma um
sumarið til íslands með salt og tunnur. Þessháttar flutningaskútur eru
jaktirnar „Petra Gurine“ frá Glæsvær, „Anna Dorthea“ frá Fjeldberg,
„Elisa“ frá Harðangri, „Thrine Magdalene“ frá Strandebarm, „Varald-
1 B. T. 11. og 26. maí 1883.
2 N. F. T. 1884.