Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 154
152
MÚLAÞING
S0en“ frá Varalds0y, „Amalie“, „Vilhelmine“ og slúppskipið „Vang“
frá Kvinherad. Til baka koma þau með síldarfarm.'
Skipstjórinn á galías „Elektra“ frá Flekkefjord, Ole Jacobsen Sunde,
skrifar frá Norðfirði 22. júlí útgerðarmanninum S. Hansen Sunde.
Hann segir að siglingin til íslands hafi aðeins tekið 6 daga. Sjórinn var
svo kyrr, að hann hefði getað setið í sexæringi allan tímann. Svend
Foyn er kominn til Norðfjarðar með hvalveiðiskip og 35 menn til að
veiða hval. Þar eru annars fleiri skip en í fyrra.2
Svend Foyn hefur stofnað hvalveiðifélag með tveimur Haugasunds-
kaupmönnum, Mons Farsen og tengdasyni hans Peder Amlie. Bróðir
Peders, Thomas í Kristjaníu er einnig með. Svend Foyn kemur til
íslands með hinn nýsmíðaða hvalfangara, gufuskipið „ísafold", hann
reisir hvalveiðistöðvar á Norðfirði og í Álftafirði vð ísafjarðardjúp.
Síldveiðimenn hafa séð mergð hvala við strendur íslands. Ef til vill
getur hvalveiði skilað öruggari hagnaði en hinar óvissu síldveiðar?3
Meira en helmingur landnótaútgerðanna kemur sér fyrst fyrir á
Austfjörðum og veiðir sumarsíld. Nótalag Berentsens frá Stafangri,
með bassann Nils Djupevág, er líka komið aftur. Hinn 16. ágúst heldur
gufuskipið „Erik Berentsen“ heim með fullfermi, 2.300 tunnur síldar.
Um þetta leyti eru þrjú nótalög alveg suður í Berufirði þar sem þau
hafa fengið í lása 300 til 600 tunnur síldar. Á Fáskrúðsfirði, sem ekki
telst til stærstu fjarðanna, eru 25 nótalög, sem að meðaltali hafa veitt
400 - 500 tunnur. Á Reyðarfirði og Eskifirði eru alls 20 nótalög og
hafa þau fengið 200 - 700 tunnur. Á Seyðisfirði hafa 10 nótalög bæki-
stöðvar og hafa fengið 200 - 400 tunnur. - Allt er þetta smávaxin
sumarsíld. Veiðimennirnir vona, að þegar kemur fram í september
gangi stórar torfur af feitri haustsíld í firðina. - Þeir hafa lengi búið
við óstöðugt veður með suðvestan stormum, sem hamlað hefur veiði.
Annars líður veiðimönnunum vel, enginn er alvarlega veikur.4
Um rnánaðamótin ágúst - september koma mörg skip með síld frá
Austfjörðum. Gufuskipið „Alf“ kemur til Stafangurs með 1072 tunnur,
sem safnað hefur verið saman úr mörgum smálásum á Seyðisfirði og
Fáskrúðsfirði. Á sama tíma koma frá Seyðisfirði jaktin „Minerva“ frá
Mandal og slúppskipið „Colibri“ með 600 tunnur hvor, og gufuskipið
„Vaagen“ frá Seyðisfirði og Reyðarfirði með 1350 tunnur. Til Hauga-
1 B. T. tollafgreiðslulistar 1883.
2 Skjöl Sunde.
3 Matthías Þórðarson bls. 107. 0stensj0 bls. 407.
4 K.posten og B. T. ág. - sept. 1883.