Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 155
MÚLAÞÍNG
153
íbúðarhás Otto Wathne á Seyðisfirði.
sunds koma galíasarnir „Heimdal“, „Progres", „Henriette", „God0“
og „Smaragd“ með 900 - 1200 tunnur, jaktirnar „Marthe Berthine“
og „Elisa“ (frá Harðangri) með 700 og 550 tunnur, til Björgvinjar
jaktin „Karine“ með 650 tunnur og jaktin „Anna“ með 560 tunnur.
Allt er sumarsíld frá Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði og Mjóafirði.
Haustveiðin er enn ekki hafin.1
Mikill hluti flotans flytur sig nú frá Austfjörðum til Eyjafjarðar.
„Adoram“, skonnorta Rönnevigs, heldur frá Mjóafirði 30. ágúst með
fiskimenn, nætur og báta, tunnur og salt. Þeir fá rigningu og brælu
alla leið, hafa oft landsýn, en ekki örugga staðarákvörðun. Þeir sigla
fyrir Langanes, taka stefnuna VNV á Rifstanga, áfrarn vestur eftir til
Rauðanúps og halda þaðan í VSV. Þann 2. september klukkan 12 á
hádegi eru þeir í mynni Eyjafjarðar, og halda inn „eftir eigin staðar-
þekkingu“. Þeir sigla framhjá Hrísey og klukkan 9 um kvöldið varpa
þeir akkerum við Hjalteyri á vesturströnd fjarðarins. Daginn eftir sigla
þeir á hálfri þriðju klukkustund inn til Akureyrar. John H. Rpnnevig,
skipstjóri fer í land og gerir lagaskil. Daginn eftir slaga þeir í tregum
1 K.posten og B. T. ág. - sept. 1883.