Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 156
154
MÚLAÞiNG
norðanvindi út fjörðinn, og aftur er staðnæmst við Hjalteyri. Hér liggur
skipið fyrir akkerum í 14 daga. Áhöfnin vinnur um borð.!
í bréfi frá Eyjafirði, dagsettu 4. september, segir að óvenju rigninga-
samt hafi verið á Norðurlandi, veður órólegt og sjór ókyrr, og hafi
það hamlað síldveiðum. Á firðinum liggja 60 - 70 norsk skip stór og
lítil, en hafa nær ekkert fengið. Vart hefur orðið við miklar síldartorfur,
svo veiðivon er mikil, ef veður og sjó lægir.1 2
Á Austfjörðum heldur veiðin áfram í smáum stíl. Síðustu sumarsíld-
arfarmarnir koma heim milli 17. september og 6. október. Til Staf-
angurs kemur gufuskipið „Nora“ og skonnortan „Augusta“ með nokk-
ur hundruð tunnur frá Seyðisfirði, til Haugasunds galíasarnir „Kjek“
og „Kaperen“, jakt „Elisa“ (Lothes) og gufuskipið „Nordland“ (Enes)
frá Eskifirði. Þegar gufuskipið „Nordland“ fór frá Austfjörðum, var
veiði alveg lokið þar. Skipstjórinn reyndi að sigla um Eyjafjörð til að
fá fullfermi, en fékk svo harðan mótvind og straum, að hann varð að
leita hafnar og hætta við fyrirætlun sína.2
Rjúkandi skorsteinn
Mörg norsk hús höfðu verið reist á Austfjörðum. Alveg suður í
Berufirði höfðu fiskimenn frá Haugasundi komið upp tveimur söltunar-
stöðvum. Fjögur hús höfðu verið byggð á Fáskrúðsfirði fyrir Otto
Wathne, Peder Amlie og annað Haugasundsfyrirtæki (víst Johan
Thorsen), og Stafangursfyrirtæki (víst H. Svendsen). -Peder Randulff,
skipstjóri, byggði á Hrúteyri á suðurströnd Reyðarfjarðar, söltunarhús
og íbúðarhús. Fyrir innan Randulff kom Lehmkuhl upp sjóhúsi með
rúmstæðum fyrir nótamenn, það var hagkvæmt þegar síldin hélt sig í
Reyðarfirði. Lehmkuhl þarfnaðist líka stærra birgðarýmis. Eftir mis-
heppnaða veiði í fyrrahaust varð hann að flytja heim aftur ónotað salt
og tunnur. Otto Wathne, sem átti mörg hús á Seyðisfirði, byggði nú
einnig söltunarstöð og pakkhús á Reyðarfirði. A. Nilsen frá Stafangri
reisti hús á Sléttu við fjarðarbotninn. Ogutar, nærri Hólmanesi, byggði
Haugasundsbúinn Sven Ringen sjóhús á Sómastöðum. - Á Eskifirði
voru einnig byggð nokkur ný hús þetta ár. Sven Ringen og Mons
Larsen komu upp sínu íbúðarhúsinu hvor, og norsk-sænski kaupmað-
urinn Leth kom á fót stórri söltunarstöð. - Haustið 1883 voru alls 33
1 Pk. m. 5670. Hgsd. Museum.
2 B. T. 20. sept. - 11. okt. K.posten 14. sept. - 10. nóv. 1883.