Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 164
162
MÚLAÞING
maður hefur þar fasta búsetu með fjölskyldu sinni. í nokkrum norsku
húsanna á Hrísey búa menn. Við Toppeyri liggja nokkur norsk síldar-
skip í vetrarlægi. Leiðangur Lars Berentsens skilur eina jakt eftir um
veturinn. Hún er dregin upp í sandinn svo hún stendur föst og við
ölduganginn eykst sandurinn umhverfis skipið 1
Stýrimaðurinn á „Adoram“ vinnur að viðhaldi skipsins. Hann heldur
dagbók. Það eru sífelldir stormar með snjóéljum, stundum af norð-
vestri, stundum af suðvestri. Dag einn tekur skipið niðri. Hann fær
tvo menn til hjálpar við að ná upp bakborðsakkeri. Eftir þetta lekur
„Adoram“ meira en áður. Hinn 21. desember rær stýrimaðurinn í
léttum andvara inn til Akureyrar að sækja vistir. En það hvessir og
hann verður að halda kyrru fyrir á Akureyri í tvo daga „því veðrið
var svo óhagstætt fyrir mig að komast aftur út í skútuna.“ Á aðfangadag
er hann aleinn um borð þegar vindurinn snýst „til vesturs með ofsa-
stormi, snjóéljum og rigningu." Hinn 6. jan. dregur hann skipið innar
og hefur 5 menn til hjálpar. Þeir eiga að fá 4 krónur hver fyrir ómakið.
Hinn 24. janúar gerir suðaustan ofviðri með snjóéljum. Hinn 7. febrúar
er austsuðaustan stormur með snjókomu, fangalína bátsins slitnar og
hann rekur á brott. Sem betur fer finnst hann daginn eftir.2
1884 - SLYSAÁRIÐ
íslenskur borgararéttur
Gránufélagið lætur skip sitt „Gránu“ liggja úti á Eyjafirði með land-
nótabrúk haustið 1883, og Petersen skipstjóri segir að aflast hafi vel,
4.000 tunnur. Sumt af aflanum er selt nýtt fyrir 8 krónur málið, en
annars heldur skipið utan með fullfermi og selur síldina á 22 krónur
tunnuna.3
Þegar árið 1881 höfðu menn við Eyjafjörð fest mikið fé í dýrum
nótabrúkum, sem erfitt var að láta borga sig. En nú fengu æ fleiri
bændur við fjörðinn sér lagnet og veiddu síld til beitu. Hver búandi
maður átti hlut í sexæringi og stundaði þorskveiðar haust, vetur og
vor. Þeir, sem höfðu síld til beitu, fengu jafnan mikinn þorskafla.
Bændurnir við Eyjafjörð höfðu að mörgu leyti haft hag af síldveiðinni.
1 Djupevág bls. 58. Vollan 1942 bls. 78.
2 Pk. 5670. Hgsd. Museum.
1 Matthías Pórðarson bls. 105, 138, 139.