Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 168
166
MÚLAÞING
0ritzland telur sig tilneyddan að selja Andreas Thorstensen hús sitt í
Mjóafirði. Samningurinn er dagsettur í Haugasundi 15. júlí 1884. And-
reas Thorstensen Vorland hefur sest að á Sléttuströnd í Reyðarfirði
og er íslenskur borgari.1
Sumarsíldveiðin gerist tregari þegar líður á júlímánuð. Mörgum
smáslöttum af síld er sankað saman og þeir sendir utan. Um mánaða-
mótin júlí - ágúst kemur gufuskipið „Alf“ til Stafangurs frá Seyðisfirði
með 1.215 tunnur síldar og galías „Providentia“ frá Eskifirði með 544
tunnur. Um 10 - 14 dögum síðar koma til Björgvinjar gufuskipið
„Axel“ frá Eskifirði með 549 tunnur og gufuskipið „Vaagen“ frá Reyð-
arfirði með saltfisk, lýsi og 176 tunnur síldar.2
í vikunni 26. júlí - 4. ágúst er mikil sigling frá Haugasundi til íslands.
Þá leggja af stað 9 jaktir, 23 galíasar, 3 skonnortur, 1 briggskip, nær
öll til Eyjafjarðar. í ágúst eru ennfremur afgreiddar frá Haugasundi 1
jakt, 7 galíasar og 4 skonnortur, öll halda þessi skip til Eyjafjarðar.
Á sama tíma heldur mikill hluti síldarflotans þangað norður frá Aust-
fjörðum. Sumir útgerðarmenn eiga hús bæði á Austfjörðum og Eyja-
firði, og hafa þá gjarnan sitt nótalagið á hvorum stað. T. d. siglir galías
Lehmkuhls „Rap“ frá Björgvin29. júlí með nótabrúknr. 2 til Eyjafjarð-
?
ar.
Margir eiga hús aðeins á Austfjörðum, en veiða einnig í Eyjafirði.
Þeir hafa þá aflað sér íslensks ríkisborgararéttar. Ýmist er síldin söltuð
um borð í flutningaskipunum eða sérstökum söltunarskipum. Stundum
leigja þeir hús og söltunaraðstöðu í landi um lengri eða styttri tíma.3
Aðrir eiga aðeins hús í Eyjafirði. Þeir komast þá ekki hjá því að
halda „disk og dúk“ í húsinu allt árið, eða færa eignina yfir á nafn
íslensks borgara, svo að þeir geti fiskað í hans nafni. Þess vegna selur
Egge, útgerðarmaður í Haugasundi, Torbjörn Olsen í Hrísey bæði sín
söltunarhús með uppfyllingu og nótabrúki. Til nótabrúksins heyra 6
nætur með köggum, dreggjum, tói, 4 nótabátar, 2 spilbátar, 2 léttbátar
og önnur áhöld. Samningurinn er dagsettur á Oddeyri 8. ágúst 1884.
Með sama hætti selur Knut T. Velde, Haugasundi Jórgen Vikingstad
í Hrísey bæði hús sín þar, með öllu múr- og naglföstu. Þar að auki
uppfyllinguna, 9 síldarnætur með öllu tilheyrandi og 15 báta af ýmsum
stærðum með öllu tilheyrandi. Samningurinn er dagsettur á Oddeyri
11. ágúst 1884. Lars Berentsen frá Stafangri selur Olaus Housken á
1 Veðmálabók Suður-Múlasýslu.
2 B. T. og K.posten júlí - ágúst 1884.
3 Skjöl Lehmkuhls.