Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 169
MÚLAÞ3NG
167
Oddeyri eignir sínar í Hrísey. Jörundur Jónsson og Olaus Housken
undirrita nýjan lóðarleigusamning, sem á að giida í 20 ár frá júlí 1881.
Samningurinn er dagsettur í Hrísey 20. október 1884.1
A vegum J. E. Lehmkuhl í Björgvin var Fredrik Klausen með 7
fiskimenn búandi sem íslenska ríkisborgara í húsinu á Eskifirði veturinn
1883 - 1884. Jafnframt hefur Klausen forstöðu fyrir Lehmkuhls-húsinu
á Eyjafirði, og fyrir fiskveiðunum og versluninni, sem Lehmkuhl rekur
þar í firðinum. Þeir gera með sér samning, sem ljóslega gefur til kynna
um hvað er að ræða: „Ég undirritaður F. Klausen hef tekist á hendur
fyrir J. E. Lehmkuhl að útvega mér borgararéttindi á íslandi til að afla
hr. Lehmkuhl réttar til að reka síld og/eða fiskveiðar ásamt verslun á
mínu nafni eða í nafni firma sem ég viðurkenni. Allar fasteignir á
Islandi ásamt öllum hræranlegum og óhræranlegum eignum, hverju
nafni sem nefnast, sem af þessum sökum koma til með að vera á mínu
nafni eða míns firma játa ég hér með að hafa engan eignarétt á, því
það tilheyrir allt J. E. Lehmkuhl, og ég fyrir mitt leyti fæ ákveðin laun
eftir nánara samkomulagi milli mín og hr. Lehmkuhl. Dags. á Eskifirði
20. ágúst 1884. Fredrik Klausen. Vitundarvottar: S. Johnsen (skipstjóri
á e/s ,,Axel“), T. Hilt (skipstjóri á jakt „Anna“).“2
Galdra-Villi
Stýrimaðurinn á „Adoram“ hefur allt sumarið unnið að því að hreinsa
og fægja. Hann hefur þvegið skipið og málað innanborðs og utan,
olíuborið brandaukabómuna og tjargað þilfarið og nótabátinn. Loks
7. ágúst koma skipstjórinn og áhöfnin. Þeir hafa fylgt „Skjold“, skonn-
ortu Smedsvig, og hafa meðferðis reiða og siglutré frá Noregi. Timb-
urmaðurinn tekur strax til starfa og áhöfnin hjálpar til. Tvö skip frá
Haugasundi, jaktin „Nora“ og galíasinn „Edvald“, leggjast hvort á
sína síðu „Adoram“ meðan stórmastrinu er komið fyrir. Síðan þarf
að ganga frá reiða, öll segl þarf að benda. Allt er til reiðu um borð
23. ágúst, siglt er út fjörðinn og lagst fyrir akkerum við Hrísey. Nú
þurfa þeir aðeins að búa sig til veiða, koma áhöldum í lag og draga
næturnar í bátana. Lítið er kastað í firðinum, en 5. september nær
nótalag „Adoram“ síldarslatta í lás, tveimur dögum síðar draga þeir
nótina, en missa úr henni síldina í hörðum straum. Svo verða þeir að
fara út með nótabátinn á ný og róa, meðan bassinn lóðar og leitar. En
1 Veðmálabók Eyjafjarðarsýslu.
2 Skjöl Lehmkuhls.