Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 172
170
MULAÞING
Jaktin Kaia Sophie. Eigandi: K. H. R/Jmnevig frá Haugasundi.
illa haldnir þegar gufuskipið „Ingeborg“ bjargaði þeim um morguninn.
Margir fylgja hinum látnu til sameiginlegs legstaðar.1
Um 90 norskar seglskútur og 4 gufuskip voru á Eyjafirði þegar
ofviðrið skall á. Helmingur flotans, þar á meðal 2 gufuskip, lá fyrir
akkerum sunnan við Hrísey, og mörg skip lágu við Svarfaðardalssand
og Litlaskógssand. Það var einmitt á þessum stöðum, sem ofviðrið
geisaði, svo staðbundið, að innst í firðinum urðu menn einskis varir.
Allar skúturnar, sem þarna lágu, slitnuðu upp, margar rákust saman
eða rak til hafs. Frá „Strilen“ sáu menn neyðarmerki og menn virtu
fyrir sér galías „Snæfrid“, sem var á reki, bæði möstrin og bugspjótið
voru á brott og skútan leit út eins og skál.2 Stormurinn tók fjölda
smábáta og nótabáta með nótunum um borð, kastaði þeim á land þar
sem þeir brotnuðu í spón, eða þá rak til hafs. Stórar nætur flutu í einni
flækju út fjörðinn.2
Gufuskipin „Ingeborg", „Erik Berentsen“ og „Alf“ komu til aðstoð-
ar mörgum rekandi skipum og bátum, sem þau drógu í höfn. Þrír
skipstjórar, Nils Hauge, Ole Lindóe og Svend Towestad, voru valdir
1 K.posten 9. okt. 1884. B. Rpksund.
2 K.posten 9. og 16. okt. og 13. nóv. B. Rpksund. 0stensj0 bls. 364.