Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 173
MÚLAÞING
171
til að stjórna björgunarstarfinu. Norski konsúllinn á Akurevri, J. B.
Havsteen, kom til Hríseyjar og skráði allt, sem eyðilagst hafði. Auk
þeirra 17 skúta, sem voru gjöreyðilagðar, höfðu 15 höggvið frá sér
reiðann, 6 höfðu misst akkerin, á 5 höfðu bugspjótin brotnað, 7 höfðu
orðið fyrir tjóni á skrokknum eða lunningin brotnað, 50 nótabátar og
10 af stærstu nótunum fóru í súginn.1
Allt, sem nothæft var, var hirt úr rekaldshaugunum, reiði, veiðarfæri,
akkeri, bugspjót og með þessu tókst að lappa upp á löskuðu skúturnar
svo þær gætu komist heim. Afgangurinn var seldur á uppboði, verulegur
hluti hans var hagnýttur sem byggingarefni. Hákarla-Jörundur byggði
sér stórt sjóhús úr strandaðri skonnortu. - Gufuskip H. Svendsen,
„Alf“ kom til Haugasunds 9. október með 120 menn af skipum þeim,
sem farist höfðu.1
Þremur vikum síðar er mikill hluti síldarflotans á heimleið frá Eyja-
firði. Galías „Dagmar“ hreppir illviðri með miklum sjó 40 mílur frá
íslandsströnd. Háseti fellur fyrir borð meðan þeir glíma við að bjarga
seglum, það var Sivert Olai Sivertsen frá Ervesvág í Sveio.2 Stöðugur
stormur er á hafinu þetta haust, verstur er ofsastormurinn, sem geisar
26. október. Mörg Haugasundsskip taka land langt norður á norður-
Mæri, og margir hafa misst menn í storminum. Brotsjóir hafa hrifið
þá fyrir borð, einn frá galías „Gjermund“, annan frá galías „God0“,
hinn þriðja frá jaktinni „Helena“, þann fjórða frá jaktinni „Anne
Dorthea“, auk þess sem einn hefur hlotið fótbrot og er illa slasaður.
Loks hafa tveir hásetar frá Sveio drukknað á heimleiðinni, annar frá
Nordre Vikse af jaktinni „Aagot“, hinn af galías „Gefion“, frá þorpinu
Straumen við Vikefjord, þar sem fátæk kona og 6 börn hafa beðið.
Galías „Strilen“ kemur til Bakkasund í Bergensleia, þeir hafa einnig
misst mann á hafinu.2
„Anna“, jakt Kongshavns, hélt frá Mjóafirði 24. október með 6
manns innanborðs. Tveimur dögum síðar skall stormurinn á. Öll segl
voru bundin föst utan stagfokka og klífir. Svo sneru tveir menn út til
að festa framhyrnuna betur. Annar þeirra féll fyrir borð og drukknaði.
Það var snemma morguns. Um hádegi fór klífirinn og síðdegis tók 4
menn útbyrðis. Matsveinninn var aleinn eftir um borð, Johannes Olsen
Bleie frá Harðangri, 17 ára gamall í sinni fyrstu ferð. Sólarhringum
saman sat hann niðri í káetunni, fór bara upp á þilfar öðru hverju til
að dæla úr skipinu. Svo sigldi hann til austurs og tókst að koma upp
1 K.posten 9. okt. 1884. B. Röksund.
2 B. T. 25. okt. og 1. nóv. 1884.