Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 174
172
MÚLAÞING
yfirbreiðslu sem segli. Hinn 16. nóvember sigldi hann að landi milli
brotsjóa og skerja, en þegar dimmdi þorði hann ekki að halda förinni
áfram í gegnum brimgarðinn. Hann sneri aftur til hafs, lagði allt á
Guðs vald og gekk til náða. Hann vaknaði við að skútan rakst á klöpp
og stökk í land. Hann fann hús og menn. Hann var kominn til Vikna
fyrir norðan Folda (Norður-Prændalög). Jaktina rak frá landi, rakst á
sker og gjöreyðilagðist. En akkeri, keðjum og 100 tómum tunnum
varð bjargað.1
Fetta ár höfðu 143 norsk skip verið á síldveiðum við ísland, með 83
nótabrúk og 1625 manns. Samanlögð veiðin var 12.157 tunnur, aðeins
12 tunnur á mann. Allur aflinn frá Haugasundi var 3.776 tunnur. Staf-
angur fékk stærstan hlut, 9.635 tunnur, þar af 8.985 tunnur frá Reyð-
arfirði og Eskifirði, og næstum allt var þetta mögur vorsíld. Frá Eyja-
firði kom hinn illa leikni floti heim með aðeins nokkur hundruð tunnur
síldar.2
H. O. Sundfpr tapaði á árinu kr. 6.763.82 á hinum fjórum íslands-
förum sínum. Samt hafði Sundfór verið heppinn. Skúturnar hans voru
óvátryggðar og lágu þrjár þeirra á Eyjafirði meðan fárviðrið fór yfir,
en hann missti bara reiðann af einni þeirra. - Ver tókst til með „Rispe
Expeditionen", Smedsvig, Rpnnevig o. fl., því 6 af skipum þeirra voru
dæmd gjörónýt. Úr hverju flaki var hirt allt, sem nothæft var: Af
jaktinni „Kaia Sophie“ seldu þeir mastur, bugspjót, akkerisbita, brand-
seglstóg og annað, af jaktinni „Svanen“ seldu þeir mastur, keðju,
akkeri, blokkir og annað, af jaktinni „Elen“ stórbátinn, keðju, grastóg,
blokkir og fleira til skipa, sem minna höfðu skemmst, gera mátti við
og sigla heim. Flakið af „Elen“ var selt á uppboði á íslandi.3
Flest fiskiskipin voru tryggð í gagnkvæmu tryggingafélagi. Tapið var
því þungt fyrir alla þá, sem aðild áttu að „Haugesunds Skipsassurance-
forening" eða „Karmsunds Skipsassuranceforening“.4
Margir Norðmenn voru búandi á íslandi veturinn 1884 - 1885. Á
Seyðisfirði höfðu margar norskar fjölskyldur sest að fyrir fullt og allt,
allir unnu við verslun, síld og fisk. Aðrir, sem höfðu eftirlit með sjó-
búðunum, bjuggu þar bara um stundarsakir. - Á Eskifirði hafði Tuli-
nius fengið 8 norska fiskimenn til að búa vetrarlangt í Kóhlershúsinu.
í Lehmkuhlshúsinu bjó Fredrik Klausen, eins og árið áður, með 7
1 K.posten 25. nóv. Haugesunderen 6. des. 1884.
2 N. F. T. 1885. Amtb. 1881 - 1885.
3 Skjöl Sundfprs. Pk. 5670. Hgsd. M.
4 0stensj0 bls. 372.