Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 175
MÚLAÞING
173
fiskimenn (4 þeirra komu frá Björgvin í júní 1884 með jaktinni
,,Anna“). í Lethshúsi höfðu 14 fiskimenn vetursetu (5 þeirra voru þar
einnig veturinn áður). í Sundförshúsi bjuggu 3 menn, einn í Ringens-
húsi, og 3 hjá Enes á Hólmanesi. Á Reyðarfirði hafði Anders Thor-
stensen Vorland vetursetu með 6 norskum fiskimönnum á Sléttuströnd.
Á Hrúteyri bjó Peter Randulff með konu og tvær dætur. í einu húsi
bjuggu 8 fiskimenn á hans vegum og 7 í öðru.1
1885 - 1891 - SÍLDVEIÐIN FJARAR ÚT
Síðasta vers
Blaðið „Haugesunderen“ segir um áramótin, að árið 1884 muni fá
„dapurlegan orðstír í fiskveiðisögu okkar staðar“. Eyjafjarðarslysin,
hin lélega síldveiði bæði á íslandi og í Norður-Noregi, ásamt lágu verði
á síld, hinn slaki farmeyrismarkaður, allt þetta leiðir Haugasund inn
í alvarlega efnahagskreppu. Deyfð er enn ríkjandi í Stafangri. Þar
verða mörg gjaldþrot árlega.2
Margir útgerðarmenn og síldarkaupmenn hyggjast nú hætta með
öllu veiðum við ísland. Ole Hodne selur 21. apríl 1885 Ths. Falk,
Stafangri, „minn helming í húsinu á Eskifirði, minn helming í pakkhús-
inu á Seyðisfirði, minn helming af þeim tómtunnum, sem geymdar eru
í Seyðisfjarðarhúsinu, circa 800 stk. ásamt mínum helmingi í geymdu
salti, sem er 150 tunnur. Þar með allt innbú og fylgifé húsinu tilheyrandi,
fyrir alls 1650 kr., sem borgist eftir 6 mánuði, allt með þeim skilmálum,
að kaupandinn hafi framvegis leyfi til að notfæra sér nafn mitt og
borgararéttindi á íslandi, sem ég hér með gef heimild til.“ Ths. Falck
veitir svo Peter Randulff á Reyðarfirði fullt umboð til eftirlits með
öllu því, sem heyrir til húsinu á Eskifirði, og til að reyna að selja það
fyrir besta fáanlegt verð, en landeigandinn skal njóta forkaupsréttar.3
í Mjóafirði áttu Rpnnevig og Smedsvig hús, en koma þangað aldrei
eftir skaðann í fárviðrinu. Það geta verið eignir þeirra, sem ráðstafað
er 15. maí 1885. Þá heldur Norðmaðurinn Hans Olsen, sem býr í
„Bengtsenshúsinu“ á Mjóafirði uppboð á ýmsu lausafé. Presturinn,
1 Manntal Hólmasóknar.
2 0stensj0 371. Danielsen.
3 Veðmálabók Suður-Múlasýslu.