Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 178
176
MÚLAÞING
lásum.1 Síldarsaltendurnir fara nú að missa móðinn, og margir selja
allar eignir sínar á Austurlandi.
Svend Ringen, Haugasundi, selur Peder Alaksen Brekke hús sitt á
„verslunarstaðnum Eskifirði“ og hús sitt á „Sómastöðum í Reyðarfirði“
og nótabrúkið með tilheyrandi. Kaupsamningurinn er dagsettur á Eski-
firði 22. ágúst 1885. Peter Brekke hefur liðinn vetur búið í Sundfórs-
húsinu og er orðinn íslenskur borgari. Nú sest hann þar að til frambúð-
ar. Hús hans á Eskifirði kallast eftir það „Brekkeshús".2 3
Ole Andreas Knudsen, Vibrandsóy, er með nótalag og skip staðsett
við hús sitt á Nesi í Norðfirði í ár eins og áður, til að veiða sumarsíld.
En þetta gerir hann nú í síðasta sinn, hann selur húsið. íslandsfélagið
í Flekkefjord hefur víst ekki rekið útgerð hér síðan 1883, frá því rætt
hefur verið um að selja húsið á Norðfirði, en ekki orðið af því fyrr en
1885. Húsið er selt meðöllu, sem í því er af útbúnaði og veiðarfærum.1
Mandalsfélagið selur þetta sumar Otto Wathne allar eignir sínar á
Seyðisfirði að meðtöldum bátum, nótum og búnaði. Hann hefur verið
dansk-íslenskur ríkisborgari síðan 1880. Mestan hluta ársins býr hann
á Seyðisfirði, en hefur einnig skrifstofu í Kaupmannahöfn.4
Nótalag Amlies á Fáskrúðsfirði stundaði þorskveiðar eftir að síldin
hvarf. Apeland skipstjóri skrifar 29. ágúst: „Þar sem sagt er, að síldin
hafi komið hingað inn í október í fyrra, hef ég talið að við ættum að
bíða hér til þess tíma. Það er mjög erfitt að hugsa til þess að liggja og
bíða svo lengi, en við getum þó fengist við fiskveiðar svo lengi sem
við getum aflað einhverrar beitu, en það er nú einnig erfitt að afla
hennar, þar sem hér er enga síld að fá í net. Síðustu tvo daga höfum
við notað saltaða síld, en hún er ekki eins góð.“ - En það varð ekki
haldið út svo lengi. Bæði „Heimdal" og „Dina“ halda frá Fáskrúðsfirði
um miðjan september, áhafnirnar eru afskráðar í Haugasundi 3. októ-
ber.5 Amlie selur Peder Torbjórnsen Stangeland, aðstoðarbassa, hús
sitt á Fáskrúðsfirði. Hin tvö húsin á Fáskrúðsfirði eru einnig seld,
annað Otto Wathne, hitt dansk-íslenskum verslunarmanni, sem byrjar
verslunarrekstur. - Bæði norsku húsin á Berufirði eru seld og rifin
þetta haust, Peder T. Stangeland kaupir annað.6
1 B. T. sept. 1885. Tollb. Kopervik 1885.
2 Veðmálabók Suður-Múlasýslu. Einar Bragi 1974.
3 Smári Geirsson.
4 T. Wathne.
5 Skjöl Amlies.
6 Johann Stangeland og fólk á Fáskrúðsfirði.