Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 180
178
MÚLAÞING
krónur, en annars hafa menn frá 82 til 162 krónur í laun og hlut fyrir
alla ferðina. Gunnar Tomasen ber minnst úr býtum og er yngstur,
aðens 16 ára gamall. Hann og félagi hans, Johannes Vandaskog, eru
skráðir af „Viktoria" á íslandi, og búa um veturinn hjá Andreas Thor-
stensen Vorland á Sléttuströnd í Reyðarfirði.1
í hinum tveimur húsum Andreas T. Vorland og á hans vegum, búa
alls 9 norskir fiskimenn. Á Hrúteyri býr Peter Randulff með fjölskyldu
sína, þau hafa íslenskan dreng og þjónustustúlku. Sex norskir fiskimenn
búa í öðru húsi hans og 8 í enn öðru. Fredrik Klausen býr á Eskifirði
með sína fjölskyldu og 6 norska fiskimenn. - Bassarnir Andreas Gras-
dal frá Selbjórn og Jan Jansen Gásnes frá Stolmen hafa vetursetu í
Mjóafirði með sína menn.1
Eftir að norski flotinn er farinn heim, gengur mikil síld í Eyjafjörð.
Bæði íslendingar sjálfir og Norðmenn þar búandi veiða vel í lagnet
allt til jóla.2
í nóvember fer að veiðast stór, feit síld í net á Reyðarfirði, og á
þremur vikum fá nótalögin, sem hafa þar vetursetu, 4000 tunnur í nót.3
Lehmkuhl sendir þá gufuskipið „Axel“ frá Björgvin til Eskifjarðar eftir
síldarfarmi. „Axel“ kemur fullfermdur salti og tómum tunnum,
töppum, tunnugjörðum, varabotnum, kolum og mjöli og vistum bæði
til Klausens og Andreas Grasdal í Mjóafirði. Til fjölskyldu Klausens
koma líka jólatré, blöð og jólavín.4
En heildarveiði Norðmanna árið 1885 verður aðeins 24.651 tunna
og fæst að mestu í Austfjörðum. Síldarskipin, sem þátt taka í veiðunum,
eru 83 að tölu með 56 nótabrúk og 802 menn. Síldarverðið fellur
stöðugt.5
Búslit
Peder Torbjörn Stangeland hefur keypt hús Amlies á Fáskrúðsfirði
og dvelst þar um veturinn með nótalag sitt. En veturinn 1885 - 1886
er Amlie enn eigandi nótabrúksins. Útgerðarmaðurinn fær eftirfarandi
bréf dagsett á íslandi 24. janúar 1886: „Hr. P. Amli, ég ætla að skrifa
nokkur orð og segja yður dálítið um aflabrögð hér á Fáskrúðsfirði,
1 Skjöl Sundförs. Manntal Hólmasóknar.
2 Arnór Sigurjónsson: Einars Saga Asmundssonar.
3 B. T. 8. des. 1885.
4 Skjöl Klausens.
5 N. F. T. 1886.