Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 181
MÚLAÞING
179
fyrst á aðventu kom ganga hingað og köstuðum við oft og veiddum
alls 800 tunnur í nót og 300 í lagnet. Síldin hefur verið strjál í vetur
- einnig hafa verið mikil óþægindi af stormum og ís, sem lagðist í
fjörðinn og kom rekandi með vindi og straumi og lagðist að nótinni
svo við misstum tvo lása með þessum hætti, einnig á aðfangadagskvöld
fengum við storm, sem tók báða nótabátana okkar. Annar hékk í
landfestinni, og lenti upp á land og fengum við borgið bát og nót,
hvoru tveggja óskemmdu. Hinn rak á land úti í firðinum og tókst okkur
að bjarga nótinni næsta dag en í bátnum var kjölur og kjalsvín mölbrot-
ið, og nú biður Otto Wathne mig að skrifa yður og spyrja hvort þér
viljið selja brotna nótabátinn yðar, sem stendur hér, því hann ætlar
að nota kjölinn í honum til að gera við sinn bát. Gjörið svo vel að
skrifa til baka hvort þér viljið selja hann og hvað þér viljið fá fyrir
hann. Og biðja nokkrir Islendingar mig að spyrja hvort þér viljið ekki
selja ofnrör, sem eru hér í húsinu og hvað þau kosta. Ég hef selt litla
bátinn yðar eftir skilaboðum Apelands fyrir 40 krónur. Eins og hann
sagði tek ég peningana með heim þegar ég kem sjálfur. Gjörið svo vel
að svara mér um nótabátinn, Otto hefur gefið í skyn að hann hugsaði
sér að gefa 30 - 40 krónur fyrir hann - ef hann er falur. Ég enda með
virðingarfyllst Peder Torbjórnsen Stangeland.“'
Nokkrir Norðmannanna, sem búa í Mjóafirði, stofna til skulda, og
fara heim um vorið. Hinn 28. apríl 1886 er uppboð á Brekkusandi,
eftir kröfu verslunarmanns Thomsen á Seyðisfirði. „Norðmannshúsið“
og ýmsir hlutir, sem Alexander Olsen hefur skilið eftir, koma undir
hamarinn.2
Sumarið 1886 halda um 40 norsk síldarskip til íslands, 23 frá Hauga-
sundi, frá Karmóy fara 6 sem áður. Flest halda fyrst til Austfjarða. Á
Mjóafirði halda 5 leiðangrar til: Thorsen, Zachariassen, H. Olsen, O.
Bengtsson, H. J. Svendsen.3 Ola og Bengt Bengtsson, hinir ungu synir
Gjermund Bengtsson, dveljast í Storðarhúsinu á Asknesi. Dag einn
tekur Ola færeyinginn og siglir yfir fjörðinn eftir mjólk. Þá kemur
snögglega kastvindur og hvolfir bátnum og Ola drukknar.4
Skúturnar frá Skudeneshavn halda fyrst til Eskifjarðar. Þar liggur
einnig skip Lehmkuhls. Bræðurnir Jacobsen og Hans O. Sundfpr í
Haugasundi eru saman um útgerð á Eskifirði, með jaktirnar „Astræa"
3 Skjöl Amlies.
3 Reikningsbækur Mjóafjarðar.
3 Skattskrár Mjóafjarðar.
4 O. Digernes.