Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 184
182
MÚLAÞING
Skip í ís á Seyðisfirbi þann 13. ágúst 1887. Til hœgri á myndinni er gufuskipið Miaca, sem
var í eigu Wathne.
veiðar innan fjarða. Það er eðlilegt að andstaða gegn því, að útlendingar
fái að liggja mánuðum saman innan landhelgi, ausa upp síld og salta,
og fara svo úr landi með allan arðinn, vaxi sífellt. Eftir því sem fleiri
íslendingar taka að reka síldveiðar, telja æ fleiri að þetta eigi aðeins
að vera fyrir íslenska ríkisborgara. - En margir horfa einnig með
ánægju á þær framfarir og þróun, sem fylgt hefur norsku síldveiðunum,
einkum á Austfjörðum. Áður voru Austfirðir nær óþekkt land í augum
manna af Suður- og Vesturlandi. Þeir voru bara langt, langt í burtu,
engin skip gengu þangað, og fyrir ríðandi mann voru 17 dagleiðir af
Fljótsdalshéraði á Þingvöll. - Nú hafa skip hundruðum saman komið
á sambandi yfir hafið milii Austfjarða og Noregs, og milli fjarða á
ströndum íslands. Síldarvinnan hefur dregið fólk til fjarðanna, sem
áður voru eyðilegri, og verslunarmenn og iðnaðarmenn hafa sest þar
að. Menn hafa fengið meiri peninga í hendur en áður. Sumt af þeim
fer til greiðslu farmiða til Ameríku.1
Alþingi samþykkir hinn 19. júní 1888 lög um fiskveiðar innan ís-
lenskrar landhelgi. Síldarsamlag eða hlutafélag, má stunda hér fiskveið-
ar, segir þar, sé meira en helmingur fjármagnsins í danskri eða íslenskri
eigu, og meira en helmingur stjórnarinnar hafi fasta búsetu á íslandi.1
1 Síldarsaga íslands bls. 132 og 142.