Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 187
MÚLAÞING
185
lausafé svo sem síldarnet, tóg, byssa, vasaúr og sitthvað annað. - Á
hinum Austfjörðunum kaupa gjarnan innfluttir Norðmenn húsin og
standa þau þá oftast áfram á sama grunni. - í Eyjafirði eru 5 stór hús
seld til Akureyrar og notuð sem íbúðarhús upp af bryggjunni. Eitt
norskt hús er umbyggt sem skóli, Hólaskólinn. Bændurnir í næstu
byggðum kaupa líka norsk hús, sem þeir nota sem íbúðarhús eða
hlöður. - Innanstokksmunir, bátar, áhöld er að mestu boðið upp, og
selst fyrir lítið fé.1
Aðeins Lehmkuhl frá Björgvin lætur ekkert af hendi af því, sem
hann hefur byggt upp á íslandi á mörgum árum, allt síðan 1880. Fredrik
Klausen býr með fjölskyldu sinni í Lehmkuhlshúsinu á Eskifirði. Hann
hefur eftirlit með húsunum á Eskifirði, Reyðarfirði og Eyjafirði, og
öllum birgðum þar. Hér er fyrir hendi fullkominn útbúnaður bæði til
síld- og þorskveiða. Klausen á að nota sér alla möguleika, fiska, salta
síld og þorsk, framleiða saltfisk, ráða menn til aðstoðar, hafa samvinnu
við aðra fjarðarbúa. Lehmkuhl sendir ár hvert skip frá Björgvin með
stykkjavöru og matvöru eftir pöntun frá Klausen og öðrum. Klausen
verður að útvega flutning í skip til baka, fisk og síld af eigin framleiðslu
eða keypt af öðrum, og íslenska framleiðslu svo sem lýsi, saltkjöt
o. s. frv. - Galías „Rap“ heldur frá Björgvin 13. ágúst 1888 með salt
o. fl. til Eskifjarðar. Þaðan siglir skipið til Eyjafjarðar, en þar hefur
húsið á Litlaskógssandi staðið autt á fjórða ár. Hans Hansen, skipstjóri,
borgar grunnleigu fyrir þessi ár og endurnýjar leigusamninginn 24.
september 1888.2 „Rap“ fær tollafgreiðslu í Björgvin 6. nóvember kom-
inn frá íslandi með 220 tunnur af síld, 500 kg af þurrfiski og 4.500 stk.
af saltfiski.3
Haustið 1889 er „Rap“ enn í Eyjafirði, og skipstjórinn telur allt,
sem er í húsinu á Litlaskógssandi: 61.5 tunnur salt, 682 tómar tunnur
með böndum og töppum, 2 nótabátar með tilheyrandi, einn spilbátur,
11 nótakaggar, 3 netakaggar, 11 dreggjar, 4 stórir og 12 litlir háfar,
13 nótakaðlar, 10 pör smábátsárar, 2 bátaborð, 4 akkeri með keðjum,
3 skimlur, 3 lóð, 3 vatnssjónaukar, 420 nótasteinar. Næturnar þrjár,
sem heyra til nótabrúkinu, eru í Björgvin. í íbúðarhúsinu er ein stofa
með 9 rúmstæðum, ofni, langborði og bekkjum, eitt herbergi með
rúmi, ofni, borði og stólum, eldhús með eldavél og borði, borðstofa
1 Reikningsbækur Mjóafjarðar.
2 Veðmálabók Eyjafjarðarsýslu.
3 B. T. 7. nóv. 1889.