Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 189
MÚLAÞING
187
og nokkur ílát.1 „Rap“ kemur heim frá Eskifirði með 5200 stk. af
saltfiski, 3.111 stk. af þurrfiski, 4 tunnur af síld og 1243 tunnur tómar.2
í sjóhúsinu á Eskifirði og Reyðarfirði á Lehmkuhl miklar birgðir af
salti í tunnum, tómum tunnum, tunnugjörðum, varabotnum, töppum
og stömpum. Sjö nætur heyra til útgerð hans hér eystra, 4 eru jafnan
á Eskifirði og 3 eru sendar árlega til Björgvinjar til viðgerðar. Á
Eskifirði er annars geymt: 4 nótabátar, 2 smábátar, einn spilbátur, ein
julla, nótakaðlar, tóg, nótaábreiður, reiði með segli, árar, dreggjar,
akker með keðjum, nótakaggar, nótasteinar, skimlur, vatnssjónaukar,
lóð og háfar. Hér eru líka síldarnet, þorskanet og línur. í íbúðarhúsinu
á Eskifirði eru svefnstæði fyrir 9 manns í salnum, eldavél og innan-
stokksmunir. Sjóhúsið á Reyðarfirði er búið 7 rúmstæðum, eldavél og
innanstokksmunum. En nú búa þar engir norskir fiskimenn. Klausen
ræður íslendinga til vinnu.3
Fredrik Klausen hefur góða samvinnu við Peter Randulff á Reyðar-
firði, sem einnig er með hús full af síldarnótum og bátum. Þeir tveir
taka sig saman um að hafa nótabrúk á takteinum.
Haustið 1890 gengur síldin að nýju í Austfirðina. Frá Haugasundi
halda tveir leiðangrar til íslands með landnætur, eina jakt, galías og
gufuskip. Seglskúturnar fá fullfermi, alls um 1.800 tunnur síldar. En
gufuskipið missir næturnar í stormi á leiðinni út og heldur heim með
aðeins 350 tunnur, sem keyptar voru á íslandi.4 Veður er óvenjulega
milt í desember, og síldveiðin stendur til jóla. Pá koma 3 gufuskip frá
Noregi, „Ullen“ og „Vaagen“ til Seyðisfjarðar, „Axel“ til Eskifjarðar.
Öll halda heim með fullfermi, og enn meiri síld hefur verið söltuð.
„Axel“ fer aðra ferð í janúar og sækir yfir 1.700 tunnur af síld og 750
kg af þurrfiski.5
Sumarið 1891 fara 6 galíasar ogein jakt fráHaugasundi, ogbræðurnir
Knudsen senda sitt nýsmíðaða gufuskip „Vibran“ til síldveiða við Aust-
firði. Galías Lehmkuhls „Lodsen“ og gufuskip hans „Axel“ fara til
Eskifjarðar með nætur, salt og tunnur. En allir fara fýluferð, enga
sumarsíld er að hafa. Um haustið fer að veiðast. í október fer „Axel“
1 Skjöl Lehmkuhls.
2 B. T. 7. nóv. 1889.
3 Skjöl Lehmkuhls.
4 0stensjö bls. 410.
5 B. T. jan. - febr. 1891.