Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 193
MÚLAÞING
191
Spaðaásinn er nefndur spadda,
stundum spaddilía, og er hann verð-
mætasta spilið hvort sem trompliturinn
er rauður eða svartur. Laufásinn nefn-
ist basti, og er hann þriðja hæsta
tromp, hvort sem trompliturinn er
rauður eða svartur. (Beyging á nöfnum
svörtu ásanna fylgir íslenskum beyg-
ingarendingum, t. d. nf: spadda, þf,
þgf, ef: spöddu. - Þýð.).
Ef annar hvor svarti liturinn er
tromp, er tvisturinn í tromplitnum allt-
af næsthæsta trompið. Sá tvistur nefn-
ist manilía.
Ef annar hvor rauði liturinn er
tromp, verður sjöan í þeim gildandi lit
næst hæsta trompið og nefnist þá einn-
ig manilía.
I svörtu litunum er gildi spilanna,
talið frá mannspilum ofan frá, þannig:
7, 6, 5, 4, 3, 2. í rauðu litunum er
spilagildið hins vegar þetta: 2, 3, 4, 5,
6,7, talið á sama hátt frá mannspilum.
Þegar t. d. spaði er tromp, verður
gildi spilanna þetta í þeim lit: 4>ás,
♦2. «?»ás, ♦kóngur, -drottning, -gosi,
-7, -6, -5, -4, -3, en samtímis gildi spil-
anna í laufi: «í»kóngur, -drottning,
-gosi, -7, -6, -5, -4, -3, -2. Á sama tíma
er gildi rauðu litanna þannig: Kóngur,
drottning, gosi, ás, 2, 3, 4, 5, 6, 7; eins
í báðum rauðu litunum.
Ef annar hvor rauði liturinn er
tromp, t. d. hjarta, er gildi spilanna
ofan frá talið þannig: ♦ás, (J?7, •f'ás,
^sPás, -kóngur, -drottning, -gosi, -2, -3,
-4, -5, -6. Samtímis er gildi hins rauða
litarins: Kóngur, drottning, gosi, ás,
2, 3, 4, 5, 6, 7. í svörtu litunum, spaða
og laufi, verður gildi í spilaröðinni
þannig: Kóngur, drottning, gosi, 7, 6,
5, 4, 3, 2.
Þegar spiluð er kaupa-nóló (sem hér
eftir verður nefnd kúpp. - þýð.), verð-
ur gildi spilanna í báðum svörtu litun-
um þannig: kóngur, drottning, gosi, 7,
6, 5, 4, 3, 2, ás og í báðum rauðu litun-
um: kóngur, drottning, gosi, ás, 2, 3,
4, 5, 6, 7.
Þegar rauðu litirnir eru tromp,
hækkar gildi rauðu ásanna og verða
þeir þá fjórða hæsta trompspilið hvor
í sínum lit, næstir á eftir laufás (basta)
að gildi og nefnast þá - sá rauði ás,
ponti.
Spadda, manilían (tvistarnir í svörtu
litunum og sjöurnar í þeim rauðu) og
basti nefnast matadorar (hátromp) all-
ir þrír, og þegar maður hefur svo
áframhaldandi röð í tromplitunum,
auk þeirra þriggja áðurnefndu mata-
dora, verða öll þau spil að matadorum,
svo lengi sem röðin helst óslitin.
Ef maður hefur röð af matadorum,
en vantar spöddu, nefnast þeir faux-
matadorar eða falskir matadorar. (Fyr-
ir kemur að maður hefur níu matadora
á hendi, en það er mjög sjaldgæft og
þykir fréttnæmt. - Þýð.).
Þegar rauðu litirnir eru tromp, eru
trompspilin 12, en aðeins 11, þegar
svörtu litirnir eru tromp.
Spilið
Þegar spilað er, á maður alltaf að
viðurkenna litinn, einnig þegar spilað
er í tromplit. Þó eru spadda, manilía
og basti undanþegin þessari reglu.
Maður þarf aldrei að viðurkenna með
spöddu, og hina tvo matadora verða
menn því aðeins að láta af hendi, ef
beinlínis hærri matador er spilað út.
Manilíuna er aðeins hægt að taka með
spöddu - og basta annaðhvort með
spöddu eða manilíunni.
Spaði hefur hæst spilagildi og nefnist
litur, og hvert eitt spaðaspil hefur því
meira gildi en spil í öðrum litum.