Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 194
192
MÚLAÞING
Spilareglur
Lægsta sögn nefnist óbreytt eða al-
mennt spil, þá segir maður aðeins ég
býð spil eða ég segi spil. Pví næst kem-
ur stígandi sagnaröð, og er þá fyrst að
maður býður veltu eða: ég segi túrnir,
eins og venjulega er sagt, þegar boðin
er velta. Sögn þessi heitir túrnir. Síðan
kemur kaupanóló eða kúppa (eins og
þessi spilasögn er venjulega nefnd -
og verður nefnd svo hér eftirleiðis),
grandtúrnir, einnig nefndur ásatúrnir
eða ásavelta, (Mun þessi nafnbreyting
vera nokkuð svæðisbundin. - Þýð.),
sóló (kennd við lit þann, sem hún er
sögð í), hrein nóló og hrein-yfir (nóló
ouvert), sem er hæsta og dýrasta
sögnin. Þá ber þess að gæta, að spaða-
sóló er ekki hægt að yfirbjóða með
hrein-nóló, og hrein-nóló verður ekki
yfirboðin með spaðanóló. (Fyrri sögn-
in gildir í þessum tilfellum. - Þýð.).
Þegar spilin eru gefin, á forhöndin,
þ. e. a. s. sá spilamaður, sem situr yfir
til hægri handar þeim sem gefur, að
segja fyrst. Ef hann segir pass, heldur
sögnin áfram til næsta spilamanns til
hægri handar o. s. frv.
Ef forhöndin segir spil og sá sem
næst á að segja, segir hærra spil, getur
forhöndin sagt það sama eða þá enn
hærri sögn. Þennan sama rétt á milli-
höndin gagnvart bakhöndinni. Ef t. d.
forhöndin hefur sagt spil og næsti
sagnamaður býður túrnir eða veltu,
eins og sú sögn er oft nefnd, getur for-
höndin sjálf sagt túrnir eða haft velt-
una. Ef allir segja pass, getur sá sem
situr yfir, þegar fjórir spila, spilað
mort.
Sagnhafi hefur unnið spilið, ef hann
hefur fengið fleiri slagi en nokkur mót-
spilaranna, Slagirnir eru níu samtals.
Með fimm slögum hefur sagnhafi alltaf
unnið, en hann getur einnig unnið með
því að fá aðeins fjóra slagi, ef annar
mótherjinn fær þrjá, en hinn aðeins
tvo. (Þá er sagt, að maður verði frí á
fjórum. - Þýð.).
Einfalt spil
Segi maður spil, hefur maður skuld-
bundið sig við litarsögn, sem maður
sjálfur velur, til að vinna spilið. Maður
má þá kaupa allt að níu spil úr stokkn-
um (mest átta. Þýð.). Þaðferfram með
þeim hætti að maður segir: Eg kaupi
svo og svo mörg spil til þessa eða hins
litar. Dœmi: „Ég kaupi fjóra við
spaða.“ Þá fleygir maður fjórum spil-
um af þeim sem maður hefur á hendi,
og tekur jafnmörg spil ofan af
stokknum. Því næst geta mótherjarnir
á sama hátt keypt það sem eftir er af
stokknum. Eftir kaupin hefur hver
spilamaður níu spil á hendi.
Þegar mótherji sagnhafa kaupir, ber
honum að gæta þess, að sá mótherjinn,
sem hefur léleg spil á hendi, hagi kaup-
um sínum þannig, að hinn mótherjinn
fái eins mörg spil úr stokknum og hægt
er, í von um að hann fái betri spil.
Þessir tveir mótherjar spila þá á móti
sagnhafa og eiga það sameiginlega
verkefni að koma í veg fyrir að hann
vinni spilið. Hafi maður vissa þrj á slagi
á hendi, eða aðeins tvo og góðar líkur
fyrir þeim þriðja, á maður að segja
einfalt spil.
Ef spilarinn hefur álíka góð spil í
svörtum og rauðum lit, er rétt að velja
svarta litinn, því að þar eru aðeins 11
tromp. Það er auðséð, að ef hann hefur
jafnmörg tromp á hendi í svörtum og
rauðum lit, er hann tiltölulega sterkari
í svarta tromplitnum.
Þegar keypt er, heldur maður venju-
lega eftir á hendi trompunum og öðr-