Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 196
194
MÚLAÞING
og einnig í pottinn, ef hann er hafður
með. Með mjög lág spil á hendi getur
maður sagt kúpp, og þá er áríðandi að
muna, að í kúpp eru báðir svörtu
ásarnir, sem annars eru há og dýr spil,
lægstu spilin hvor í sínum lit. í rauðu
litunum eru sjöurnar hins vegar lægstu
spilin. Ef maður hefur lág spil á hendi,
segir maður gjarnan kúpp. Sumir nota
þá þetta orðalag: „Ég get keypt, “ aðrir
segja: „Ég ek út í skóginn,“ og enn
aðrir segja: „Eitt á grúfu,“ „tvö á
grúfu,“ o. s. frv., eftir því hve mörg
spil þarf að kaupa. (Svona orðatiltæki
munu vera breytileg, eftir því hvaða
þjóð á hlut að máli, en þau sem hér
eru greind, eru dönsk, tvö þau fyrst-
nefndu, en það síðasta íslenskt, og
munu þar um vera nokkur fleiri orð,
sem ekki verða greind hér. - Þýð.).
Aðalatriðið er það, að sagnhafi má
kaupa svo mörg spil úr stokknum sem
hann vill, en þá fá mótherjarnir ekki
að kaupa.
Kúpp er áhættuspil. Sú áhætta fylgir
henni, að maður kastar af sér háspilun-
um án þess að hafa nokkra tryggingu
fyrir því að fá lægri spil í staðinn. Kúpp
er yfirleitt spennandi spil, en hún getur
líka kostað sagnhafann margar bitar.
Ef maður hefur sagt spil, má sagn-
hafi breyta þeirri sögn í kúpp, það er
honum alveg frjálst. En hafi maður
keypt í kúpp, er ekki hægt að hætta
við spilið, „leggja sig“, með því að
borga eina bit. (Maður verður að spila
kúppuna til enda hvað sem það kostar.
-Þýð.).
Grand-túrnir (Grand tourné)
(Einnig oft nefndur ásatúrnir
eða ásavelta. - Þýð.)
Grand-túrnir getur aðeins sá spilað,
sem fær báðu svörtu ásana á hendi þeg-
ar gefið er. Þá segir hann grand-túrnir,
og spilið heldur áfram eins og túrnir,
sagnhafi leggur báða ásana „uppíloft"
á borðið, dregur síðan efsta spilið úr
stokknum, snýr því við og leggur það
á borðið uppíloft hjá ásunum, - lætur
velta á ásana, eins og sagt er, og ákveð-
ur þetta spil tromplitinn. Þetta hefur
þann ókost, að mótherjarnir vita hvar
þessi háspil eru. Það er því oft jafngott
að segja sóló, annaðhvort ódýra eða
dýra, í staðinn fyrir grand-túrnir.
Leyfilegt er að segja grand-túrnir eftir
að hafa sagt spil.
Hafi sagnhafi orðið óheppinn í
kaupunum, getur hann hætt við spilið
- „lagt sig“, en þá verður hann að
greiða tvær bitar hverjum mótherja.
Sóló
Sóló líkist venjulegu spili. Sá munur
er aðeins þar á, að sagnhafi má ekki
kaupa úr stokknum, en verður að spila
með þau spil, sem hann fékk þegar
gefið var. Hins vega mega báðir and-
stæðingarnir kaupa úr stokknum.
Sóló vinnst oft, en maður þarf þá að
hafa nokkuð góð spil á hendi, þótt
mótherjarnir virðist hafa betri að-
stöðu, vegna þess að þeir mega kaupa
úr stokknum þrettán spil. Oft fer það
þó svo, að spilin skiptast að styrkleika
í kaupunum til beggja mótherjanna,
og gefur það þá sagnhafa meiri mögu-
leika til vinnings.
Helst á að nota sólósögn eftir því
sem frekast er unnt, fremur en einfalt
spil, því að þá getur maður unnið
meira ef heppnin er með, og það með
jafnauðveldu móti sem einfalt spil væri
spilað.
Spaðasóló (JLitasóló - Solo Kulpr)
Ef spilamaður fær sóló í spaða á