Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 197
MÚLAÞING
195
hendi þegar gefið er, segir hann spaða-
sóló. Sú sögn yfirstígur allar aðrar
sólósagnir og allar aðrar lægri sagnir.
Spaðasóló er ekki hægt að yfirbjóða
með hrein-nóló, og verður aðeins yfir-
boðin með yfirhrein-nóló (ouvert
nolo).
Að öðru leyti er spaðanóló spiluð
nákvæmlega eins og aðrar nólóar,
munurinn er aðeins sá, að liturinn er
spaði og stærri vinningar ef vel fer.
Hrein-nóló
Þegar hrein-nóló er sögð, mega
hvorki sagnhafi né mótherjar kaupa
spil úr stokknum. Allir spilararnir
verða að spila á sín eigin spil, sem þeir
fengu á hendi þegar gefið var.
Hrein nóló yfir (nolo-ouvert)
Hrein yfir spilast eins og hrein-nóló.
Enginn spilamanna má kaupa úr
stokknum. Þó er þar á sú breyting, að
sagnhafi á að leggja spilin á borðið,
sýna þau eftir fyrsta útspil. Geta þá
mótherjarnir hagað sinni spila-
mennsku eftir þeim aðstæðum, sem
þá skapast.
Hrein yfir er hæsta sögn í lomber og
yfirstígur allar aðrar sagnir. Ekki er
leyfilegt að spila hrein yfir eftir að hafa
keypt í kúpp. Hún er því aðeins spiluð
á þau spil, sem spilamaður fékk á
hendi, þegar gefið var.
Kaski (Kasko)
Ef allir spilamennirnir þrír hafa sagt
pass, getur forhöndin sagt: “Eg tek
kaska,“ í stað þess að fleygja spilun-
um, svo að næsti maður taki þau til
nýrrar gjafar. Sagnhafi kaska tekur
átta af efstu spilum stokksins, sem í
eru þrettán spil, skoðar þau og velur
því næst það spil úr sínum upphaflegu
níu spilum, sem honum kemur best að
hafa með hinum átta. Síðan getur hann
ákveðið tromplitinn og sagt spil. Mót-
herjarnir geta svo keypt þau fimm spil,
sem eftir eru í stokknum.
Ef sagnhafinn finnur ekkert spil í
þeim níu, sem hann hafði upphaflega
á hendi, sem honum líkar að hafa með
þeim átta úr kaskanum, má hann taka
níunda spilið úr stokknum, það sem
þá er efst, velja tromplitinn og segja
spil. Svo geta mótherjarnir fengið þau
fjögur spil, sem eftir eru í stokknum.
Ef sá mótspilari, sem fyrst á að kaupa
úr stokknum, hefur léleg spil á hendi,
á hann að sleppa kaupum og bjóða
hinum mótherjanum þau.
Ef maður hefur ekki afar léleg spil
á hendi, er varasamt að taka kaska,
því að þá getur tæplega verið að vænta
góðra spila úr stokknum.
Sumir spila kaska þannig, að þeir
viðhafa svokallaða spödduskyldu
(spadille force), þ. e. a. s. að sá spila-
maður, sem hefur spöddu á hendi, hef-
ur ekki leyfi til að segja pass og er þá
skyldugur að taka kaska í annarri
umferð. Frekar er ekki hægt að breyta
til í kaska.
Mort
Mort er aðeins spilað þegar fjórir
spila. Þegar allir segja pass, eða sá,
sem tekið hefur kaska, hefur gefist upp
og vill ekki spila hann, getur fjórði
spilamaðurinn, sá sem situr yfir, tekið
allan stokkinn, þrettán spil, og með
þeirri tilraun reynt að fá það góð spil,
að hann geti spilað gegn hinum þremur
spilamönnunum. Hann má aðeins hafa
níu spil á hendi af þrettán spilum
stokksins. Síðan velur hann tromplit-
inn og síðan gengur spilið á venjulegan
hátt - eins og sögnin spil.