Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 198
196
MÚLAÞING
Ef spadda er meðal þeirra þrettán
spila, sem mort-spilarinn fær úr
stokknum, verður hann að fá sex slagi,
annars aðeins fimm.
Tótus (tout)
Ef einhver sagnhafi hefur fengið
fimm fyrstu slagina og álítur að hann
geti einnig fengið þá fjóra, sem eftir
eru á spilin sín, getur hann sagt tótus.
Þetta merkir það, að sagnhafi skuld-
bindur sig til að taka alla slagina gegn
aukavinningi (t. d. eina bit frá
hverjum) ef hann vinnur spilið. Ef aft-
ur á móti verður hann að greiða hverj-
um mótherja jafnháa upphæð, ef hann
tapar. Þó fær hann samt vinning fyrir
unnið spil.
Tótus er hægt að spila á öllum venju-
legum spilasögnum, svo sem spili,
túrnir, grand-túrnir, sóló og kaska, en
ekki mort.
Reikningur
Tvær reikningsreglur gilda um
lomber, önnur fyrir pott-lomber, hin
fyrir rasl-lomber.
Pott-lomber
Hver spilamaður leggur ákveðna
peningaupphæð (jetons) í ská! eftir
fyrirfram gerðu samkomulagi, áður en
spilið hefst. Þegar notaðir eru spila-
peningar (jetons) verður sjálfsagt að
semja um gildi hvers penings (sem oft
er af þremur gerðum - þýð.), áður en
spilið hefst (í aurum eða krónum).
Sá sem hefur unnið spil, tekur sinn
vinning úr pottinum. Fyrir spil, túrnir
og betra spil fær maður eina bit (einn
pening), fyrir kúpp, grand-túrnir og
sóló tvær bitar, fyrir spaðasóló og
hrein-nóló fær maður þrjár bitar, og
fyrir hrein-nóló yfir sex bitar.
Ef sagnhafi tapar, á hann að greiða
jafnmikið í pottinn og hann hefði tekið
úr honum, hefði hann unnið.
Ef sagnhafi verður krúkk, (kodille),
þ. e. a. s. fær einum slag færra en annar
af mótherjunum, verður hann að
greiða einni bit meira í pottinn í ein-
földu spili, en hann mundi hafa fengið,
hefði hann unnið. Ef t. d. annar mót-
herjinn fær fimm slagi, en hinn engan
og sagnhafinn fjóra slagi, þá er hann
krúkk. Hann verður einnig krúkk, ef
annar mótherjinn fær fjóra slagi og
hinn tvo slagi, þá fær sagnhafi aðeins
þrjá slagi.
Eins og áður er sagt þarf sagnhafi
að fá fleiri slagi en hvor hinna mótherj-
anna. Ef annar mótherjinn fær'jafn-
marga slagi og sagnhafinn, er spilið
tapað, og sagnhafinn þarf að borga
eina bit. (í réttu hlutfalli við gildi sagn-
arinnar. Pá er sagt að sagnhafi sé bit.
- Þýð-)-
Ef allir spilamennirnir fá þrjá slagi
hver, er spilið hálftapað fyrir sagnhafa,
og verður hann þá að greiða eina bit.
Þá er sagt að sagnhafi sé remis.
Sumir telja að sagnhafi hafi unnið
spil, ef hvor mótherji fær fjóra slagi,
en hann aðeins einn. Um þetta verða
menn að semja, áður en spilið hefst.
Rasle-lomber
Meginreglurnar í rasle-lomber eru
þær sömu og í pott-lomber, en þá er
ekki borgað í pottinn. Hver spilamað-
ur hefur sína öskju með spila-
peningunum í og greiðir eða tekur á
móti greiðslu frá hverjum mótherja,
eftir því hvort hann tapar eða vinnur
spilið.
Ef spilamennirnir eru fjórir, á einnig
sjá fjórði, sem ekki tekur þátt í spilinu,
heldur situr yfir, að greiða vinnings-