Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 199
MÚLAÞING
197
manni fyrir unnið spil, en fá frá honum
greiðslu, ef hann tapar. Það er því
auðséð, að rasle-lomber er dýrara spil
en pott-lomber.
Yfirlit yfir verðgildi sagnanna er
þetta:
Fyrir venjulegt spil, betra-spil og
túrnir greiðist ein bit í vinning frá
hverjum mótherja, og tapað spil greið-
ist á sama hátt til hvers mótherja með
einni bit. Verði sagnhafi krúkk, greið-
ist ein bit að auki til hvers mótherja,
eða alls tvær bitar. Remis reiknast sem
tapað spil. Ef sagnhafi gefst upp eftir
að hafa keypt, fleygir spilum eða „legg-
ur sig“ eins og sagt er, á hann að greiða
eina bit, sem gildir um einfalt spil, til
hvers mótspilara.
Grand-túrnir
Unnið spil gefur tvær bitar í vinning
frá hverjum mótherja. Tapað spil
greiðist á sama hátt með tveimur bitum
til hvers mótherja.
T api sagnhafi spilinu og verði krúkk,
fær hver mótherji einni bit meira eða
alls þrjár bitar. Remis (þ. e. hálfunnið
spil, allir með þrjá slagi), reiknast tap-
að spil.
Ef sagnhafi leggur spilin eftir að hafa
keypt, gefist upp sem bit, borgar hann
tvær bitar til hvers mótherja.
Kúpp (kaupanóló)
Fyrir unnið spil fær sagnhafi tvær
bitar frá hverjum mótherja.
Þegar spilið tapast greiðast tvær
bitar fyrir fyrsta tapslag og síðan ein
bit fyrir hvern tapaðan slag. Þó geta
menn, áður en spilið hefst, komið sér
saman um visst hámark, t. d. fjórar,
fimm eða sex bitar í tap.
Sagnhafi má ekki kasta spilum eða
gefast upp fyrir eina bit.
Sóló
Unnið spil gefur sagnhafa tvær bitar
frá hverjum mótherja.
Tapað spil greiðist með tveimur bit-
um til hvers mótherja.
Verði sagnhafi krúkk, fær hver mót-
herji eina aukabit eða alls þrjár bitar.
Remis er tapað spil.
Maður má ekki gefast upp, kasta
spilunum og greiða eina bit.
Spaðasóló og hrein nóló
Fyrir unnið spil fær sagnhafi þrjár
bitar frá hverjum mótherja.
Tapað spil sem bit greiðist með
þremur bitum til hvers mótspilara.
Þegar spilið tapast og sagnhafi verð-
ur krúkk, greiðir hann eina aukabit,
eða alls fjórar bitar til hvers mótherja.
Remis er tapað spil.
Hrein-nóló
í hrein-nóló gildir sú regla, að fyrsti
slagur, sem sagnhafi tekur, er tapslag-
ur, og taki hann tvo slagi, þá er hann
krúkk, og þá lýkur spilinu. (Hrein-
nóló og spaðasóló hafa sömu reikn-
ingsreglur. - Fýö.).
llrein nóló - yfir (nolo ouvert)
Fyrir unna hrein-yfir fær sagnhafi
sex bitar frá hverjum mótherja.
Tapað spil greiðist með sex bitum
til hvers mótherja fyrir fyrsta tapslag
og tvær bitar að auki fyrir annan tap-
slag (alls átta bitar) til hvers mótherja.
Þetta reiknast sem krúkk, og hættir þá
spilið.
Spilaráð
Þegar sagnhafi kaupir úr stokknum,
á hann að reyna að gera sig litfrían í
einum eða fleiri litum, renös, eins og
það er oft nefnt. Ef maður er litfrí í
13*