Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 200
198
MÚLAÞING
einum lit, þá getur hann notað tromp
gegn þeim lit, ef honum er spilað út.
Auk trompanna heldur maður gjarnan
aðeins kóngunum eftir á hendi. Hafi
maður kóng á hendi, sem fylgir langur
litur, getur verið gott ráð að henda
honum, því að það eru minni líkur á
að fá slag á kóng, sem langur litur
fylgir. Hann yrði sennilega drepinn
með trompi og hann tapaðist.
Ef maður er annar mótherji, á mað-
ur að taka fullt tillit til hins mótherjans,
sem einnig berst gegn sagnhafa, þegar
maður kaupir. Hafi maður mjög léleg
spil á hendi, á maður að gefa meðspil-
ara sínum kost á að kaupa, eins og
hann þarf, úr stokknum.
Algengar spilareglur
Sá spilamaður, sem situr til hægri
handar þeim sem gefur, er í forhönd.
Hann spilar alltaf út fyrsta spilinu, og
því næst spilar sá út, sem hefur tekið
slaginn. Pað á alltaf að viðurkenna lit,
jafnt í tromplit sem öðrum lit.
Undanþegnir eru þó, eins og áður
er getið, matadorarnir þrír.
Pað er mjög áríðandi fyrir mótherj-
ana, þegar þeir kaupa úr stokknum,
að þeir hagi kaupum sínum þannig eins
og frekast er unnt, að annar af þeim
verði sem sterkastur og þeir félagarnir,
sem spila á móti sagnhafa, verða að
haga spilamennsku sinni þannig, að
hann verði að vinna spilið með fimm
slögum. Sá mótherjinn, sem hefur lé-
legri spil, verður þá helst að forðast
að taka slagi, en eftirgefa meðspilara
sínum að fá sem flesta. (Svo sagnhafi
verði ekki frí á fjórum eins og það er
nefnt. - Þýð.).
Ef sagnhafi spilar út kóngi, eða
drottningu og annar mótherjinn er lit-
arfrí (renös) í þeim lit, á hann strax
að taka slaginn með trompi. Ef hins
vegar annar mótherjinn spilar út
drottningu, á hinn mótherjinn ekki að
„stinga í“, eins og það er stundum
orðað, með kónginum, heldur reyna á
það, hvort slagurinn fæst ekki með
drottningunni. Ef maður er mótherji
og hefur léleg spil, er hyggilegt að spila
út þeim leit, sem maður á aðeins af
eitt spil, í von um að geta fengið slag
á tromp næst, þegar spilað er út í þeim
lit.
Forðist hins vegar (sem mótspilarar)
að spila út kóngum. Það getur hugsast
að hinn mótherjinn geti fengið slaginn
í sama lit, og þá á lægra spil.
Sagnhafi á að trompa út, ef hann er
sterkur í trompum, og reyna með því
að ná í tromp mótherjanna. Geti hann
það, eru miklar líkur á, að hann geti
fengið slagi á kónga sína og þá önnur
háspil í kóngalitnum.
Viðbót þýðanda
Hér er lokið þýðingu minni úr bók-
inni Spillefuglen, sem danska blaðið
Politiken gaf út 1973, á því gamla, vin-
sæla spili, lomber. Hér er nákvæmlega
fylgt textanum.
Efalaust hafa verið spiluð hér á landi
ýmis afbrigði af lomber, sem ekki eru
talin með í þessari frásögn af lombern-
um, enda er hún talin vera sú uppruna-
lega, eins og hann var spilaður í Evr-
ópu á liðnum öldum.
En hvað um það - nú langar mig til
að lýsa hér einu afbrigði, sem ekki er
nefnt í Spilafuglinum danska, en það
er spilið grandisamó eða kóngasóló:
Grandisamó (kóngasóló)
Grandisamó eða kóngasóló er spiluð
þegar maður fær mikið af háspilum á
hendi. Sagnhafi má ekki kaupa úr