Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 8
GÍSLI JÓNSSON
Nöfn Sunn-Mýlinga 1703-1845
og að nokkru fyrr og síðar
lnngangur
Islenska er fallegt mál. Ein sönnun þess er sú, að af Suður-Múlasýslu
skuli dregið fólksheitið Sunn-Mýlingar. Þetta er snjallt. Hugsið ykkur
*Suður-Múlingar!
Vonlaust.
Þegar skipta skal Múlaþingi öllu í suður- og norðurhluta, vandast
stundum málið, en ég legg hér til grundvallar mannfjöldaskrár úr Töl-
fræðihandbók eins og ég gerði, þegar ég skrifaði um nöfn Norð-Mýlinga
í tímaritið íslenskt mál (10.-11. árg.). Sumir nafnakönnuðir sniðganga
þennan vanda með því að skipta ekki, heldur hafa Múlasýslu í einu lagi.
Mér hefur trúlega í einhverju skjátlast um skiptinguna, enda sýnist
mér á heimildum að hún hafi ekki alltaf verið söm. Bið ég menn virða
mér það til vorkunnar, svo og önnur glöp sem löngum sitja um verk
manna. Ég er raunar nokkuð viss um, í sambandi við skiptinguna, að þar
skeikar ekki svo miklu, að skekki helstu niðurstöður að nokkru marki.
Um hitt má nærri geta, að í flóði nafna og talna verði skekkjur. Þótt
menn séu allir af vilja gerðir að vanda sig, er enginn óskeikull, og þá
ekki ég öðrum fremur.
I.
Árið 1703, er hið fræga fyrsta allsherjarmanntal á íslandi var tekið,
mun ekki hafa verið leyfilegt að útlendir kaupmenn hefðu hér ársvist
með skylduliði sínu. Að minnsta kosti voru engir útlendir menn á þeim
kaupstaðarnefnum sem voru á Djúpavogi og Reyðarfirði. En einn stór-
bukkur uppi í norðursýslunni hafði danskan “svein” í þjónustu sinni. Á
síðari hluta 18. aldar gjörbreyttust reglur um útlendinga í kaupstöðum,
og hafði það sín áhrif á nafnsiði Islendinga sem sjást mun í síðari hluta
þessarar ritgerðar. Kom þá upp nýr vandi. Hverjir voru íslendingar og