Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 11
MULAÞING
9
öll komin fyrir löngu, og öll heiti helgra meyja eða píslarvotta kristinnar
trúar, og meðal karla eru það aðeins tvö, Jón og Magnús, bæði ævagöm-
ul í málinu, postulanafn og keisaranafn, en Karla-Magnús var mikill bar-
áttumaður fyrir framgangi kristinnar trúar.
Þessu næst langar mig til að athuga þau nöfn ofurlítið sem tíðari eru
með Sunn-Mýlingum en öðrum landsmönnum að tiltölu og nokkur sem
varla eða ekki voru til annarstaðar.
Arið 1703 var skráður “þrotinn ómagi” á Mjóafjarðarhreppi “Alexand-
ur” Sigurðsson 59 ára gamall. Nafn hans er nú jafnan skrifað að erlend-
um hætti Alexander og er löngu frægt um alla veröld, mest af þeim ótrú-
lega herkonungi frá Makedoníu sem lagði undir sig “heiminn” um þrí-
tugt og hét grísku nafni. Merking nafnsins er þá ekki slorleg: "bjargvætt-
ur manna” af gr. aléxo=verja, hjálpa og anér, eignarfall andrós=maður,
sbr. hið algenga postulaheiti Andrés. Auk keisara hétu þessu nafni páfar
og aðrir helgir menn, kappar og konungar sem urðu efni í rímnakveð-
skap hér úti í fásinninu. Þetta nafn er í mörgum gerðum um víða veröld,
frönsku Alexandre, ítölsku Alessandro, eða stytt í Sandro, sbr. kvenheit-
ið Sandra sem hér er komið í tísku. I gelísku varð þetta Alastair sem
Englendingar hafa tekið greitt við, fyrir utan gerðirnar Alex og Sandy.
Nafnið Alexander, skrifað með ýmsu móti, var komið hingað til lands á
15. öld, sem Islenskt fornbréfasafn vottar, en það átti lengi erfitt upp-
dráttar. Fyrir utan “Alexandur” ómaga á Mjóafjarðarhreppi voru aðeins
tveir 1703, báðir í nágrenninu í Skaftafellssýslu, og síðan fjölgaði afar
hægt mestan hluta 19. aldar, en voru þó orðnir 35 árið 1910, og hafði
fjölgunin orðið mest vestanlands. Þessi fjölgun hefur haldið áfram, og
voru t.d. sjö sveinar skírðir Alexander 1985, og nú eru þeir 170 í þjóð-
skrá, þar af 43 sem svo heita síðara nafni.
Antoníus er komið úr latínu, merking vafasöm. Þetta var ættarnafn í
Róm, og kunnastur nafnberi er líklega Marcus Antonius keisari. Hugs-
anlegt er að þetta sé komið af gríska orðinu aw//íó.v=blóm, en sést hefur
einnig þýðingin “ómetanlegur”. Ur Antoníus hafa ýmsar aukagerðir orð-
ið til, aðrar en styttingin Anton, svo sem Tony, Tonnis, Tönnis, Tunis og
Tynes. Antoníus var hér á landi miklu eldra en styttingin Anton, enda
hétu a.m.k. þrír dýrlingar Antoníus. Árið 1703 voru sex Antoníusar á Is-
landi og var bróðurlega skipt milli Austur-Skaftafellssýslu og Suður-
Múlasýslu, elstur var Antoníus Þorvaldsson 54 ára bóndi í Annargarði á
Nesjakálki. Langelstur Sunn-Mýlinga var Antoníus Magnússon Núps-
hjáleigu á Berufjarðarströnd, “þar verandi”, og er það með lægri titlum.
Á 18. öld hvarf nafnið Antoníus í Skaftafellssýslu, en efldist til muna í