Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 15
MULAÞING
13
Suður-Múlasýslu, og af 12, sem hér voru 1910, voru tíu fæddar þar í
sýslu.
Síðan fækkaði um hríð, en í þjóðskrá 1989 eru a.m.k. sjö, og fimm
þeirra á Austurlandi. Lukka er dæmi um nafn sem er furðu einskorðað
við landshluta þrátt fyrir alla fólksflutninga síðari tíma.
Lukkur á Islandi 1703
1. Lukka Arnadóttir 64 ára, móðir húsbónda, Geldingi Breiðdalshreppi.
2. Lukka Magnúsdóttir 47 ára, sveitarstúlka, Karlsstöðum efri Beruneshr.
3. Lukka Jónsdóttir 46 ára, hreppstjórakona, Geitdal Skriðdalshreppi.
4. Lukka Björnsdóttir 33 ára, vinnustúlka, Streiti Breiðdalshreppi.
5. Lukka Jónsdóttir 30 ára, húsfreyja, Hvalsnesi í Lóni.
6. Lukka Jónsdóttir 25 ára, vinnukona, Hnappavöllum í Öræfum.
Margrét er fornfrægt nafn, enda merkingin góð. Þetta er ættað úr
grísku og þýðir perla. Sumir nafnfræðingar segja að það sé komið úr
hebresku í grísku, og má það litlu skipta. Margrét varð mikið nafn í dýr-
linga- og píslarvættisfræðum. Ekki færri en fimm helgar meyjar teljast
hafa heitið svo, og er kannski frægust Margrét af Antíokkíu (messudag-
ur 13. eða 20. júlí). Hún var einkum til fulltingis konum í barnsnauð, og
saga hennar þrásinnis lesin til þess “að leysa kind frá konum”. Þeirrar
Margrétar er getið í Heilagra meyja drápu:
Lesandi oft með fagnað fúsan
fúsir menn, er treysta henni,
hennar sögu, er krankar kvinnur
kvenligt stríð í sóttum bíða.
Margaréta brúðum bætir,
bætta hjálp, með sínum hætti,
vaktar þessi meyjan mektug
mektargjörð á himni og jörðu.
Ein fyrsta Margrét á íslandi á að hafa verið Höskuldsdóttir, móðir Þor-
finns Þorgeirssonar ábóta á Helgafelli, þess er dó 1216. Nafnið Margrét
er komið hér “upp úr miðju 12. aldar”, segir dr. Bjöm Sigfússon. I Sturl-
ungu eru nefndar sjö Margrétar.
í manntalinu 1703 hafði fjölgað hressilega. Margrétar eru orðnar
1183, nafnið í 4. sæti kvenna og hundraðstalan 4.3. Mestan hluta 19.