Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 16
14
MULAÞING
aldar skipaði Margrét þriðja sætið á eftir Guðrúnu og Sigríði, en síðan
hefur það heldur sigið ofan. í þjóðskrá 1982 var Margrét í fimmta sæti,
og hundraðstalan 3.2. í þjóðskrá 1989 voru 4305 Margrétar; um fjórði
hluti hét svo síðara nafni.
Mekkín er af óvísum uppruna, og eru margir þeirrar trúar að það sé að
rekja til Tyrkjaránsins eða fólks sem komst til baka úr herleiðingunni.
Nefna menn þá til skýringar borgir í Múhameðslöndum, svo sem Mekka
í Arabíu eða Mechines í Marokkó.
Arið 1703 voru fjórar íslenskar konur svo nefndar, tvær í Múlasýslu
hvorri, hin elsta 51 árs. Var nafnið lengi vel hvergi haft nema í Múla-
sýslum, en lengri gerð, Mekkína, varð til í Þingeyjarsýslu á 19. öld.
Þetta dularfulla nafn hefur haldið velli, og í þjóðskrá 1989 eru 16,
jafnt skipt milli aðalnafns og aukanafns. Nú er nafnið Mekkín ekki leng-
ur séraustfirskt.
Oli er fornnorrænt nafn, og er þó erfitt að greina fyrrum hvort sé
“sjálfstætt” nafn, tvímynd við Áli eða stuttnefni af Ólafur. í Sturlungu er
einn Áli, en enginn Óli, en í Landnámu er þó rétt að athuga hversu
nefndur væri faðir Odds Álasonar (Ólasonar) á Söndum í Dýrafirði, föð-
ur Hrafns hirðstjóra.
í manntalinu 1703 er enginn Áli, en þrír Ólar, tveir í Norður-Múla-
sýslu og einn í suðursýslunni. Á 19. öld fjölgaði mjög mönnum sem
Óla-nafn báru hérlendis, og alltaf var drjúgur hluti þeirra fyrir austan.
Árið 1910 voru 99 og af þeim 18 fæddir í Múlasýslum.
Svo hefur fjölgað mjög, sem nærri má geta um þriggja stafa nafn. f
þjóðskrá 1989 eru 675, og eins og vænta mátti, fleiri sem heita svo síð-
ara nafni en fyrra.
Úlfheiður er ævafornt og báðir liðir nafnsins alkunnir. Heiður er hin
bjarta, og fornmenn í Skandínavíu höfðu miklar mætur á úlfinum, að
skíra syni sína eftir honum. Ulfatrú var út um allan heim, og ekki kom
annað til greina um höfunda Rómaborgar en að þeir hefðu verið í fóstri
hjá ylgi og drukkið af spenum hennar.
Samsetningin Úlfheiður, svo myndarleg sem hún er, var ekki aftaka
algeng. í Landnámu eru tvær og í Sturlungu ein. En 1703 eru þær orðnar
33, enda í manntali ekki síður getið kvenna en karla. Þær voru þá dreifð-
ar um landið, þó síst vestanlands, en flestar, rétt tæpur þriðjungur, í Suð-
ur-Múlasýslu. Svo hefur nafninu ekki vegnað sem best. Konum, sem
þetta nafn báru, fækkaði á 18. og 19. öld, en voru langhelst sunnan og
austan, til dæmis átta af ellefu í Suður-Múlasýslu 1801.
Þegar kemur fram á okkar öld, kemst nafnið Úlfheiður í útrýmingar-