Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Qupperneq 26
24
MÚLAÞING
24>38, Guðný 33>59, Herdís 11>2, Hólmfríður 6>14, Jar(ð)þrúður
1>7, Jóhanna 0>22, María 0>19, Pálína 0>9, Ragnheiður 11 > 18, Ragn-
hildur 33>12, Rósa 0>9, Sigríður 56>118, Sigurbjörg 0>13, Vilborg
31 >20, Þorgerður 13>2, Þóra 9> 16, Þórunn 25>53, Þuríður 34>20.
Antoníus 3>11, Árni 33>45, Asmundur 19>10, Bjarni 46>34, Björn
20>48, Einar 41 >62, Erlendur 5<21, Eyjólfur 12>31, Friðrik 0>7, Giss-
ur 7>1, Gísli 11 >23, Guðmundur 24>71, Guðni 0>8, Halldór 8> 19,
Hallgrímur 1>7, Helgi 0> 11, Ivar 7>1, Jóhann 1>7, Jóhannes 0>13,
Jónas 0>13, Kristján 0>16, Magnús 25>37, Páll 10>19, Sigurður
44>66, Stefán 4>41, Sveinn 6>33, Þórður 16>24.
Gáum þá að nokkrum einstökum nöfnum:
Hvað sem leið trúnni á erfðasyndina, urðu menn nokkuð snemma til
þess að láta böm heita eftir frumforeldmm okkar, Adam og Evu. Kann
ég lítt að rekja þá sögu með öðrum þjóðum, en séð hef ég að írskur dýr-
lingur á sjöundu eða áttundu öld hét St. Adamnan eða Adomnan. Síðari
hluti orðsins er írsk smækkunar- eða gæluending, en annars sýnist faðir-
inn fomi vera kominn þama. Nafnið Adam er því sem nær óbreytt kom-
ið úr hebresku. Er það löngum í bókum þýtt “maður, mannkyn”, stund-
um á þýsku “Erdmann”, enda er rót orðsins í hebresku talin merkja
“rjóður, rauður” og tákna mold, jarðerni.
Nafnið Adam hafði snemma borist til íslands. Elsta bókað dæmi, sem
Lind hefur fundið, er Adam Jacobsson, en hans er getið við árið 1423
(ísl. fornbréfasafn IV).
Nafnið náði ekki táfestu svo snemma og er hvorki í manntali 1703 né
1801. En árið 1845 töldust tveir. Hinn eldri þeirra var Adam Sveinsson
16 ára Nesi í Norðfirði. Hinn var aðeins eins árs og höfðu ekki verið
spöruð á hann nöfnin: Jóhann Ferdínand Adam Jónsson Hóli í Önundar-
firði.
Nafnið Adam hefur lifað hér á landi, þótt fáir bæru það lengi. Helst var
það austan og norðan. En nú hin síðustu ár hefur það tekið talsverðan
kipp, svo sem áður er frá greint um nöfn úr Gamla testamentinu. Til
dæmis voru fimm sveinar skírðir Adam 1985, og í þjóðskrá 1989 eru
þeir alls 48.0
Svo mjög sem karlheitið Antoníus sótti í sig veðrið í Suður-Múlasýslu,
gat ekki hjá því farið að kvenheitið Antonía kæmi þar til skjalanna fyrr
en seinna. Snæfellingar urðu þó fyrri til. En þá verður þess að gæta að
11 Svipað má sjá í Danmörku síðustu áratugi.