Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 28
26
MÚLAÞING
arsýslu og tveir í Suður-Múlasýslu: Bóas Arnbjarnarson 27 ára, “hús-
bóndi, smiður” á Sléttu í Reyðarfirði og Bóas Pálsson bóndasonur eins
árs, sama staðar. Fór svo að menn með þessu nafni var helst að finna í
Suður-Múlasýslu, t.d. voru fimm af átta 1910 fæddir þar. Nafnið er í
sókn hin síðari árin.
Edvard, eða Eðvarð, er germanskt að uppruna; var í gamalli ensku
Eadweard. Betri íslenskun á því nafni er “Auðvörður” eða “Auðvarður”,
heldur en Játvarður, þótt hið síðara hafi orðið ofan á, a.m.k. þegar um
bresku konungsættina er að ræða. Allar gerðirnar, Edvard, Eðvarð og
Játvarður, hafa verið hafðar að skírnarheitum hérlendis. Tvær fyrri
myndirnar eru aðeins stafsetningartilbrigði. Elsti Játi’arður á íslandi
mætti hafa verið Játvarður Jökull Júlíusson á Miðjanesi, fæddur 1914.
Arin 1703 og 1801 finnst hér enginn Edvard (Eðvarð), en 1845 er
kominn einn, þriggja ára aðeins: Edvard Lárus Þorleifsson í Eskifjarðar-
kaupstað, fæddur þar eystra. Foreldrar hans voru Lukka Guðmundsdóttir
og Þorleifur Þorleifsson, titlaður tómthúsmaður og utanbúðarþjónn,
bæði Austfirðingar.
I næsta allsherjarmanntali, tíu árum seinna, skráir Sigurður Hansen
sex íslendinga og stafsetur Eðvarð. Síðan hefur allmjög fjölgað mönn-
um þessa nafns, en það er löngum misjafnlega stafað. í þjóðskrá 1989
heita svo að minnsta kosti 35.
Erfitt er líka að eiga við svipað nafn sem ýmist er skrásett Edvald, Eð-
vald eða Evald. Mér er þó skapi næst að kalla þetta eitt nafn. Það þætti
mér hljóma vel í íslensku gerðinni “Auðvaldur”, en því er bara ekki að
heilsa.
Nafnið er ámóta ungt hér sem Eðvarð, og voru þrír skráðir svo 1845,
og ekki í fyrri aðalmanntölum. Svo er að sjá sem nafnið hafi komið
hingað fyrir dönsk áhrif, fyrst til Eskifjarðar og Húsavíkur.
Eskfirðingurinn 1845 var Isak Evald Jónsson, borinn íslenskum for-
eldrum, faðirinn eyfirskur, móðirin austfirsk.
Saga þessa nafns hérlendis er svipuð sögu hins næsta á undan. Staf-
setning er breytileg, en sé allt talið saman, þá eru a.m.k. 29 í þjóðskrá
1989.
Hálfdanía er dæmigerð 19. aldar smíð, dregin af hinu fornnorræna
heiti Hálfdan (Hálfdán) með latneskættaðri endingu. Fyrsta dæmi, sem
ég finn, er í Suður-Múlasýslu. Þar er 1845 eins árs gömul bóndadóttir á
Berunesi, og verður ekki séð í fljótu bragði eftir hvaða Hálfdani hún hef-
ur verið heitin. Nafnið rétt aðeins lifði, helst norðan lands og austan, og
aðeins eitt dæmi er að finna í þjóðskrá 1989.