Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Qupperneq 33
MÚLAÞING
31
neinar þvílíkar gátur leystar hér, en 14 konur á íslandi báru nafnið 1703,
þar af níu í Skaftafellssýslu, fjórar í Suður-Múlasýslu og ein í Ámes-
sýslu. Síðan fækkar örlítið, og ennþá eru langflestar Sæbjargirnar á suð-
austurlandi. Þetta hélst svipað lengi. Voru til dæmis 12 á landinu öllu
1910, og tíu þeirra fæddar í Múlasýslum.
Nú eru í þjóðskrá um 40 og nafnið ekki lengur tíðara austanlands en á
öðrum stöðum.
Bamungur sveinn í Eskifjarðarkaupstað 1845 hét Friðrik Magnús
Viktor Jónsson, borinn alíslenskum foreldrum, bróðir Isaks Evalds sem
fyrr var nefndur. Þeir voru fæddir norðanlands. En þar sem Viktor er
þriðja nafn, hefur það ekki komist í nafnalykil sr. Björns Magnússonar.
Ekki veit ég hvað Friðrik Magnús Viktor Jónsson varð langlífur, en eng-
inn Viktor er á skrá hjá Sigurði Hansen 1855. En 1910 eru þeir orðnir
13, fæddir nokkuð dreift. Veltur nú á ýmsu hvort nafnið er skráð Viktor
eða Victor, en síðari gerðin er alveg ómenguð latína og merkir “sigur-
vegari”.
Nú hefur stórfjölgað mönnum með þessu nafni hérlendis, eru orðnir
mikið á annað hundrað, en ýmsir þeirra hafa borist hingað frá öðrum
löndum. Nafnið er þó í svo mikilli tísku hér heima, að árið 1985 voru 11
sveinar skírðir því.
Næsta nafn er gott og gamalt, og hékk þó öldum saman á bláþræði.
Þetta er Vilmundur, sem gæti merkt “ágætur verndari” eða “ágætlega
verndaður”, eðajafnvel “vilgjöf’.
Merkingin er tvímælalaust góð. Þó er enginn nefndur svo í Landnámu.
En í Sturlungu eru þrír, og fyrsti kunni íslendingur þessa heitis er Vil-
mundur Þórólfsson ábóti á Þingeyrum (d. 1148). Þá er nafnið Vilmundur
í gömlum sögum og rímum. Var einn tiltakanlega viðutan.
I fjórum allsherjarmanntölum í röð finnst aðeins einn í hverju: 1703
einn á Suðvesturlandi; 1801 einn í Húnaþingi, en svo taka Sunn-Mýling-
ar við varðveisluhlutverkinu. Árið 1845 var einn þar í sýslu: Vilmundur
Skúlason, sex ára bóndasonur á Steinsnesi í Mjóafirði. Virðist hann enn
einn síns nafns tíu árum síðar. En svo fjölgar nokkuð greitt, og árið 1910
eru 19, fæddir alldreift, þó fjórir í Suður-Múl. Nú eru í þjóðskrá 46, og
heita svo flestir einu nafni.
Um austanvert landið, eða norðaustanvert, hafði lengi verið til nafnið
Ölveig. Margt er óvíst um aldur þess og uppruna, en það ber þess merki
að vera fornt. Fyrri liðurinn er líklega af fomnorrænu *alu=“töfravald,
vernd. ‘ ‘
Ölveig gæti verið sú, sem er “vígð, vernd eða auðnu” eða sú sem ber