Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 37
MÚLAÞING
35
hans og börn voru dóttir og son eftir réttu eðli og lögum tungu okkar. En
rétt þykir að láta fljóta hér með þau nöfn sem flokka mætti sem auknefni
eða ættarnöfn á fyrrnefndu tímabili. Yfirgnæfandi meiri hluti fólks var
laus við slíkt og hélt hinum þjóðlega grundvallarsið íslendinga að kenna
sig til föður.
Þessi nöfn af fyrrnefndu tagi hef ég fundið: Austmcinn, Beldring,
Hjört, Isfeldt, Kjerúlf Long, Malmquist, Stephensen og Wium. En út í
sögu þessara nafna verður ekki farið að sinni.
Helstu niðurstöður:
1) Nöfn Sunn-Mýlinga 1703-1845 voru að miklum meiri hluta af ger-
mönskum toga og flest norræn. Höfðu mörg þeirra fylgt þjóðinni frá
öndverðu. Þó lækkaði hlutfall germanskra nafna á tímabilinu úr 87%,
eða því sem næst meðal beggja kynja, ofan í 66-68%. Þetta er mjög ná-
lægt landsmeðaltali.
2) Skrípanöfn er ekki að finna í Suður-Múlasýslu. Þar er til dæmis
miklu minna um vafasamar samsetningar en víða annarstaðar, þegar
menn skírðu eitt barn eftir tveimur eða jafnvel þremur persónum. Dæmi
úr öðrum stöðum eru Einstínveig og Sveingveldur.
3) Allan þann tíma, sem rannsókn þessi tekur helst til, voru Jón og
Guðrún langalgengust nafna. Jón hélt stöðu sinni vel allan tímann, en
mjög dró saman með Guðrúnu og Sigríði.
4) Nokkur nöfn, sem bárust erlendis frá eða voru gefin fyrir áhrif frá
útlendingum, skutu grunnstæðum rótum á verslunarstöðum í sýslunni.
Þau urðu skammlíf, oft staknefni, það er að aðeins einn maður bar þau
fyrr og síðar hérlendis.
5) Til sunnmýlskra sérkenna í nafngjöfum einhvern tíma eða alltaf
1703-1845 má telja nokkur nöfn, svo sem: Aðalborg, Antoníus, Bóas,
Eiríkur, Hemingur, Kristborg, Ljósbjörg, Lukka, Margrét, Mekkín,
Munnveig, Siggerður, Ulfheiður, Sæbjörg og Þrúða.
6) Fornar bókmenntir okkar sýnast ekki hafa haft áhrif á nafngiftir
Sunn-Mýlinga á þessu tímabili frekar en annarstaðar á landinu. Biblíu-
nöfnum fór hins vegar fjölgandi, þó hvergi nærri eins mikið og víða ann-
arstaðar. Augljós er þó sókn nafna af þessu tagi, svo sem Anna, Jóhanna
og Stefán.
7) Sunn-Mýlingar gerðu ekki mikið að því að búa til ný nöfn, en tókst
það smekklega. Dæmi þess eru Ljósbjörg og Siggerður. Þeir áttu hins
vegar til að viðhalda gömlum og góðum nöfnum sem aðrir höfðu týnt,
svo sem Arbjartur, Gellir, Hemingur og Vilmundur.