Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 48

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 48
46 MÚLAÞING fræði í Stend í Noregi og hóf síðan búskap á Meðalfelli 1883 og bjó þar síðan. Hann var mikill umbótamaður um ræktun og húsabætur og braut- ryðjandi um notkun hestverkfæra og votheysgerð. Þetta var því mikil upplyfting og jafnframt skóli fyrir Jóhann, að kynnast búskapnum á Meðalfelli og nýju umhverfi. Um haustið kom Jóhann heim úr kaupavinnunni. Eftir þetta innskot víkur sögunni aftur til Minni-Dala. Ekki var þörf þeirra bræðra beggja við búskapinn þar, og ætlaði Magnús þá aftur að Þórarinsstöðum. Bærinn Minni-Dalir stóð á sléttlendi undir Akurfellinu, brattri fjalls- hlíð innan við Dalaá og eru sléttar grundir heiman frá bænum niður á sjávarhamrana. Mánudagsmorguninn 7. nóvember 1927 var kaldur. I norðanstormin- um nóttina áður var skafrenningur nokkur og hafði snjóinn skafið fram af sjávarhömrunum á Minni-Dölum. Nú stóð svo á þar, að ljúka átti leiðindaverki áður en Magnús færi, en það var að skjóta köttinn Klóa og lóga hvolpunum hennar Tíu. Skiptu þeir bræður með sér verkum. Jóhann átti að skjóta köttinn, en Magnús taldi sér skylt að lóga hvolpunum og var þó ekki fús til verks- ins. Hann stóð þá ferðbúinn að leggja af stað að heiman yfir Dalaskarð að Þórarinsstöðum, svo sem hann hafði ákveðið. En ljúka vildi hann nefndu verki, áður en hann færi. Lét hann hvolpana í poka og stein með, svo pokinn sykki tryggilega. Batt hann fyrir opið og gekk síðan niður að sjó, en þar eru hamrar þverhníptir og aðdjúpt og oft brimsog mikið við björgin. Eins og áður sagði hafði snjó skafið fram af brúninni og slúttu skaflar fram yfir hengifluginu víða. Úr þessari ferð kom Magnús aldrei. Þegar bróður hans tók að lengja eftir honum, lagði hann af stað að leita hans. Hann rakti slóðina í snjónum fram á hamrana, þangað sem Magnús hafði kastað hvolpunum fram af, en í stað þess að ganga sömu leið til baka, hafði hann gengið nokkur skref inn eftir hamrabrúninni. Þar hafði snjólengja, sem skeflt hafði yfir skoru, sem lá skáhallt fram af hömrunum, brostið undan fótum hans og hann þá hrapað fyrir bjargið og í sjóinn. Daginn eftir fann Jóhann lík bróður síns rekið í Árfjörunni. Var það eini staðurinn á langri klettaströnd, sem nokkuð gat fest á, sem af hafi rak. “Og er afar sjaldgæft að þar sé trjáreki,” sagði Jóhann. Líkið var flutt sjóveg til Seyðisfjarðar og jarðsett þar. Jarðarförin var mjög fjölmenn, bæði af Seyðfirðingum og Mjófirðingum. Séra Sveinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.