Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 48
46
MÚLAÞING
fræði í Stend í Noregi og hóf síðan búskap á Meðalfelli 1883 og bjó þar
síðan. Hann var mikill umbótamaður um ræktun og húsabætur og braut-
ryðjandi um notkun hestverkfæra og votheysgerð. Þetta var því mikil
upplyfting og jafnframt skóli fyrir Jóhann, að kynnast búskapnum á
Meðalfelli og nýju umhverfi.
Um haustið kom Jóhann heim úr kaupavinnunni.
Eftir þetta innskot víkur sögunni aftur til Minni-Dala. Ekki var þörf
þeirra bræðra beggja við búskapinn þar, og ætlaði Magnús þá aftur að
Þórarinsstöðum.
Bærinn Minni-Dalir stóð á sléttlendi undir Akurfellinu, brattri fjalls-
hlíð innan við Dalaá og eru sléttar grundir heiman frá bænum niður á
sjávarhamrana.
Mánudagsmorguninn 7. nóvember 1927 var kaldur. I norðanstormin-
um nóttina áður var skafrenningur nokkur og hafði snjóinn skafið fram
af sjávarhömrunum á Minni-Dölum.
Nú stóð svo á þar, að ljúka átti leiðindaverki áður en Magnús færi, en
það var að skjóta köttinn Klóa og lóga hvolpunum hennar Tíu.
Skiptu þeir bræður með sér verkum. Jóhann átti að skjóta köttinn, en
Magnús taldi sér skylt að lóga hvolpunum og var þó ekki fús til verks-
ins.
Hann stóð þá ferðbúinn að leggja af stað að heiman yfir Dalaskarð að
Þórarinsstöðum, svo sem hann hafði ákveðið. En ljúka vildi hann nefndu
verki, áður en hann færi. Lét hann hvolpana í poka og stein með, svo
pokinn sykki tryggilega. Batt hann fyrir opið og gekk síðan niður að sjó,
en þar eru hamrar þverhníptir og aðdjúpt og oft brimsog mikið við
björgin. Eins og áður sagði hafði snjó skafið fram af brúninni og slúttu
skaflar fram yfir hengifluginu víða.
Úr þessari ferð kom Magnús aldrei.
Þegar bróður hans tók að lengja eftir honum, lagði hann af stað að
leita hans. Hann rakti slóðina í snjónum fram á hamrana, þangað sem
Magnús hafði kastað hvolpunum fram af, en í stað þess að ganga sömu
leið til baka, hafði hann gengið nokkur skref inn eftir hamrabrúninni.
Þar hafði snjólengja, sem skeflt hafði yfir skoru, sem lá skáhallt fram af
hömrunum, brostið undan fótum hans og hann þá hrapað fyrir bjargið og
í sjóinn. Daginn eftir fann Jóhann lík bróður síns rekið í Árfjörunni.
Var það eini staðurinn á langri klettaströnd, sem nokkuð gat fest á,
sem af hafi rak. “Og er afar sjaldgæft að þar sé trjáreki,” sagði Jóhann.
Líkið var flutt sjóveg til Seyðisfjarðar og jarðsett þar. Jarðarförin var
mjög fjölmenn, bæði af Seyðfirðingum og Mjófirðingum. Séra Sveinn