Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 49
MÚLAÞING
47
Víkingur jarðsöng. Hinn ungi maður, sem sætti svo sviplegum örlögum,
var öllum kær, sem honum höfðu kynnst. Var mikill harmur, ekki aðeins
foreldra og systkina, heldur og kunningja og vina, er þar kvöddu góðan
dreng.
Ég er ekki sterktrúaður á forlög. En undarlegt virtist mér, að hann
skyldi kveðja þetta jarðlíf 7. nóvember, nákvæmlega ári eftir að hann sá
sýnina við fjárhúsið og eignaðist Tíu litlu, sem óneitanlega átti óbeinan
þátt í því, hvernig dauða hans bar að höndum.
Ég hef getið þess áður, að Magnús var gæddur dulrænum hæfileikum
og kom þess vegna ekki allt á óvart. Ég minnist þess, að hann sagði við
mig oftar en einu sinni að hann myndi deyja tuttugu og átta ára gamall.
Ég andmælti þessu jafnan, en hann var örugglega sannfærður urn þetta.
En ekki vildi hann segja mér, hvernig hann hafði fengið þetta hugboð.
Hann dó aðeins rúmlega 28 ára gamall, þann 7. nóvember 1927.
Forspá Mcignúsar
Það lítur út fyrir að sumum mönnum verði að trú sinni. Svo var með
Magnús Guðmundsson. Ætla ég að segja frá atviki í því sambandi.
Nokkrum árum fyrir alþingishátíðina á Þingvöllum 1930 ræddum við
Magnús um að gaman væri að bregða sér þá á Þingvöll. Hann hafði mik-
inn áhuga á alþingishátíðinni. Þegar við ræddum þetta, segi ég við hann:
,,Ég tel sjálfsagt að þú sækir alþingishátíðina, þegar þar að kemur.“
,,Mig langar til þess,“ sagði hann. I þessum töluðum orðum virtist
mér honum bregða nokkuð. Hann lítur á mig og segir: „Ég lifi ekki svo
lengi.“ Mér iíkaði ekki þessi orð vinar míns, en átti þó eftir að heyra
hann segja þau oftar. Alltaf nefndi hann þá sama árafjöldann, tuttugu og
átta ár, sem hann mundi lifa. Þetta samtal okkar um alþingishátíðina og
Þingvallaferð var sumarið 1925.
Síðar, þegar ég heyrði Magnús vin minn ársetja dauða sinn, bað ég
hann hætta því, til þess væru engin sjáanleg rök, hann væri bæði ungur
og hraustur. Hann svaraði mér þá:
„Því miður munu þessi orð rætast.“ Við ræddum ekki um þessi orð
hans að sinni, en - þau rættust á sama tíma og hann hafði sagt fyrir um.
Andvökunótt
Að Þórarinsstöðum barst fregnin um slysið á Minni-Dölum ekki fyrr
en 9. nóvember sökum símaleysis og erfiðra samgangna. Nú skal þess